Fundur stjórnar í Bústöðum fimmtudaginn 12. mars 2009

Fundur hjá stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn í Bústöðum, fimmtudaginn 12.mars 2009. KL 17.30

Mættir: Eygló Rúnarsdóttir formaður,Andri Ómarsson, Heiðrún Janusardóttir, Helga Margrét Guðmundsdóttir. Jóhannes boðaði forföll.

1. Umsóknir. Umsókn um inngöngu í félagið frá:

Lindu Björk Pálsdóttur. Linda er boðin velkomin í félagið. Sigríður Arndís Jónsdóttir. Sigríður Arndís er boðin velkomin í félagið.

2. Verndum þau. Náskeiðið sem boðið var upp á í dag var fellt niður vegna lakrar þátttöku. Magga talar við Ólöfu Ástu og Þorbjörgu varðandi námskeið sem bókuð eru beint hjá þeim.

3.

Ákveðið að fara í að markaðsetja Verndum þau innan grunnskólanna. Nauðsynlegt er að endurskoða gjaldskrána mtt efnahagsástands. Einnig er mikilvægt að endurskoða kynningarefnið sem sent er út.

4. Siðareglur. Heiðrún og Jói fá tvær vikur til að ganga frá siðareglum félagsins þannig að hægt verði að leggja þær fyrir næsta stjórnarfund.

5. Málþing. Málin rædd. Halda kanalnum opnum. MIkilvægt að þetta sé unnið í samvinnu við Samfés og FÍÆT.

6. Næsti fundur mánudagur 6.apríl. kl 09.00. Fundarstaður ákveðinn síðar.

7. Önnur mál.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl 19.00