Fundargerð stjórnar fimmtudaginn 13. nóvember 2008

Mættir:  Eygló Rúnarsdóttir,Andri Ómarsson, Heiðrún Janusardóttir, Helga Margrét Guðmundsdóttir. Auk þess mætti á fundinn Margrét Sigurðardóttir. Jói boðaði forföll.
________________________________________
1. Verndum þau.  Magga fór yfir stöðuna. Magga sendir kynningarbréf til FíÆT félaga. Stjórnin sendir  kynningarbréf um námskeið til sveitafélaga.  Ítreka þarf  einnig til félagsmanna. Staða á möppum og  gögnum. Heiðrún er með 50 möppur og virðist það vera það eina sem til er. Ákveðið að panta 400 möppur þar af verða 300 möppur  með gögnum.  Andri fer í það. Magga sér um að fá nýjustu uppfærslu á glærum frá Þorbjörgu og Ólöfu.
2. Helga Margrét og Andri gera smantekt  frá hádegisverðafundi og setja inn á heimasíðu félagsins.
3. Andri setur upp  g.mail fyrir félagið til að safna saman gögum og félagatal.
4. Hádegisverðarfundur. Stefnt er á að hafa næsta fund þann 9.janúar 2009.
5. Frágangur á USB lyklum, viðurkenningarskjölum og sveitarstjórnarpósti
til sendingar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19.15