Fundur stjórnar 25. júní 2008

Fundur í stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn að Vallarbraut 10, Seltjarnarnesi, 25. júní kl. 17:00.

Mættir: Andri Ómarsson, Eygló Rúnarsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Helga Margrét Guðmundsdóttir, Steingerður Kristjánsdóttir og Jóhannes Guðlaugsson. Heiðrún Janusardóttir boðaði forföll.


Dagskrá:

1. Verkaskipting stjórnar
Formaður kom með tillögu að eftirfarandi verkaskiptingu:
Heiðrún – varaformaður
Andri – gjaldkeri
Jói – ritari
Helga – meðstjórandi

Samþykkt

Nilsína Larsen Einarsdóttir kom á fundinn kl. 17:15

2. Verkefni frá aðalfundi 2008
Öll gögn frá aðalfundi og breytingar eru komnar inn á heimasíðuna
Magga er tilbúin að halda utan um skráningu á Verndum þau verkefninu
Siðareglurnar og næstu skref – verður tekið fyrir á næsta stjórnarfundi, kynnt félagsmönnum á hádegisverðarfundi og stefnt að útgáfu í haust

Héðinn Sveinbjörnsson kom á fundinn kl. 17:25

3. Lén félagsins – erindi frá Fagfélaginu
Félaginu barst erindi frá Hermanni I. Finnbjörnssyni um kaup á léninu fagfelag.is. Samþykkt samhljóða að hafna erindinu.

4. Verkefni sumarsins
Rætt um að huga að kynningu á Verndum þau námskeiðinu til þess að bóka námskeið fyrir næsta haust.
Eygló gerir drög að fréttatilkynningu um aðalfund og stjórnarskipti.
Helga Margrét ætlar að skrifa grein um frítímaþjónustu í tímarit Heimilis og skóla.
Farið yfir starfsáætlun síðasta vetrar. Rætt um að gera nýja starfsáætlun í ágúst.

Nilsína vék af fundi kl. 18:05

5. Næsti fundur og fundartími
Næsti fundur verður starfsdagur stjórnar, 26. ágúst kl. 17:00 á Akranesi

6. Inntaka nýrra félaga
Hildur Rudolfsdóttir – samþykkt samhljóða og hún boðin velkomin

7. Önnur mál
Andri lagði til að keyptur verði flakkari og að hanni safni saman tölvugögnum tengdum félaginu frá fyrrum og starfandi stjórnarmönnum.

Fleira ekki gert og fundi slitið

Andri ritaði fundargerð