Fundur stjórnar 6. júní 2007

Fundur í stjórn Félagsfagfólks í frítímaþjónustu haldinn að Víghólastíg 17. þriðjudaginn 06.júní kl 20.30.

Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir,Andri Ómarsson, Héðinn Sveinbjörnsson, Heiðrún Janusardóttir. Auk þess mættu á fundinn Steingerður og Nilsína úr varastjórn.


 

1. Margrét bauð stjórnarmenn velkomna á þennan fyrsta fund nýrrar stjórnar.

 

2. Samkvæmt lögum félagsins skal stjórn félagsins skipuð formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Margrét kom með eftirfarandi  tillögu að skiptingu embætta:

 

Varaformaður: Eygló Rúnarsdóttir

Gjaldkeri: Héðinn Sveinbjörnsson

Ritari: Heiðrún Jansuardóttir

Meðstjórnandi/Umsjón heimasíðu: Andri Ómarsson.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

3. Starfið síðasta ár. Steingerður, Héðinn, Margrét og Nilsína fóru yfir starfsemi fyrra árs og þau verkefni sem félagið hefur unnið að. Ber þar hæst umsýsla með verkefninu ,,Verndum þau”. Samningur hljóðaði upp á 24 námskeið og er þegar búið að halda 22. Ljóst er að mikill tími hefur farið í verkefnið en að sama skapi gefið félaginu mikla og góða kynningu víðs vegar um landið.

 

Almennar umræður um félagið og framtíðina. M.a leiðir til að gera félagsmenn virkari, koma á erlendum jafnt sem innlendum samskiptum og efla heimasíðuna. Margar góðar hugmyndir komu fram og ljóst að félagsins bíða mörg spennandi verkefni.

 

4. Starfsdagur stjórnar ákveðinn og verður hann haldinn á Akranesi þriðjudaginn 19. júní kl 17.00. Þá verða lagðar línur fyrir komandi starfsár og unnið að starfsáætlun fyrir árið 2007-2008 .

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 22.30

Heiðrún ritari