Fundur stjórnar 24. ágúst 2005

 

Stjórn félags fagfólks í fríttímaþjónustu

3. fundur – 24. ágúst 2005 haldinn á Fríkirkjuvegi 11 kl. 16.30

Mætt: Steingerður, Margrét, Sóley og Trausti

  1. Staða frístundaheimila í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Vill félagið standa að ályktun? –Máli frestað þar til síðar á fundinum.
  2. Steingerður leggur fram plagg með þeim breytingartillögum sem fram komu á stofnfundi félagsins. Vangaveltur um 5. grein og 10. grein en Steingerður setur þær inn í plaggið.
  3. Aðalfundur. Héðinn hefur fengið sal Taflfélagsins í Kópavogi og Árni Guðmundsson hefur tekið að sér að vera fundarstjóri. Fundurinn verður laugardaginn 8. október kl. 13-16, hefst með aðalfundi og verður svo breytt í almennan félagsfund þar sem unnið verður að starfsáæltun og áherslupunktum félagsins.
    Ákveðið að fundarboð verði sent með tölvupósti á félaga, áhugasamt fólk og á helstu lista tengda félaginu, s.s. Samfés, ÍTR, ÍTK, sveitarfélögin o.fl.
  4. Steingerður leggur til að á félagsfundi verði félagsfólki skipt niður í hópa til að vinna að áætlun um hvernig ná skuli markmiðum félagsins. Hægt er að notast við demantalíkan Dýrfjörð-systra við vinnuna. Sóley tekur að sér að aðlaga demantalíkanið að þessari vinnu.
  5. Steingerður leggur til að farið verði í sumarbústað helgina eftir aðalfund þar sem stjórnin vinni úr tillögum félagsfólks frá aðal- og félagsfundi vikunni áður. Sumarbústaðarferðin verði farin snemma morguns, unnið frameftir degi og endað með fjölskyldugrilli. Stefnt er að 15. október 2005.
  6. Umræður um félagsgjald. Stjórn mun leggja fram þrjár tillögur um félagsgjald, 2.500, 3.500 og 5.000 krónur. Öðrum félögum er velkomið að koma með aðrar tillögur.
  7. Aftur að ályktun. Sóley bendir á að í samþykktum lögum félagsins kemur fram að félagið leggi áherslu á mikilvægi frítímaþjónustu sveitarfélaganna fyrir börn, unglinga og ungt fólk. Steingerður vill vera viss um að félagsfólk hafi allt sama skilning á hlutunum og því fara sér hægt í upphafi. Umræður um stuðningsyfirlýsingu við fagfólk á frístundaheimilum, því starfsfólkið sem er stór hluti félagsfólks þarf svo innilega á því að halda í augnablikinu að mati Sóleyjar. Sóley kemur með tillögur að bréfum eða ályktunum á næsta fund og þá verður málið tekið upp aftur.
  8. Fundi slitið kl. 18.00.