Fundur stjórnar 8. ágúst 2005

Stjórn félags fagfólks í frítímaþjónustu

  1. 1.    fundur – 8. ágúst 2005 haldinn á Fríkirkjuvegi 11

Mætt: Trausti, Steingerður, Héðinn og Sóley

  1. Aðalfundur félagsins í haust

1.1.  Tímasetning
Laugardagur 8. október kl. 14.00-16.00

1.2.  Félagatal
Héðinn pikkar það inn í Excel, þaðan má svo setja það annað ef vill. Hægt er að nota grunninn frá aðalfundi Samfés í vor. Prentum út stofnfélagaskrá og límum inn í fundargerðarbók.

1.3.  Öflun nýrra félaga
Sendum út aðalfundarboð á félagaskrána og biðjum núverandi félaga að senda áfram á vænlega kandídata. Höfum svo inntöku nýrra félaga fyrsta mál á aðalfundi.

1.4.  Lagabreytingar
Steingerður setur inn lagabreytingar frá stofnfundi og í framhaldi þurfum við að taka okkur tíma til að ákveða hvort og þá hvaða lagabreytingar við viljum leggja til.

1.5.  Nefndir
Steingerður leggur til að stjórnarfólk bræði með sér hugmyndir að nefndum og hlutverkum þeirra fram að næsta stjórnarfundi. Pólítískt ráð í Danmörku sem sér um ákveðin svið.

1.6.  Tillaga að félagsgjaldi
Steingerður leggur aftur til að stjórnarfólk bræði með sér hugmyndir. Þurfum að skoða aðeins í hvað við ætlum að eyða peningum og hversu mikla peninga við þurfum. Félagsgjaldið fer eftir fjölda meðlima en hefur jafnframt áhrif á það. Best er að hafa það lágt til að byrja með á meðan enginn veit hver afdrif félagsins verða.

  1. Önnur mál

2.1.  Fundartímar
Ákveðið að hafa fasta fundartíma, utan hefðbundins vinnutíma. Miðvikudagar kl. 16.30 á F-11 er ákveðið fyrst um sinn, a.m.k. fram að aðalfundi.

2.2.  Héðinn fjallar um www.ensac.dk sem er með alls konar fagfélög á sínum snærum. Við þurfum að komast í þetta.

2.3.  Hugsanlegt fyrsta mál félagsins: Inntaka og aðbúnaður barna í frístundaheimli í Reykjavík. Þar gætum við virkilega tekið á málinu.

2.4.  Hvað ætlum við að gera: Sendum ályktanir og skrifum blaðagreinar, höldum fimmtudagsfundi o.s.frv. Þurfum að gefa okkur út fyrir að vera sérfræðingar.

Fundi slitið kl. 10.44.