Risa tækifæri framundan fyrir FFF

Fréttir, Uncategorized
Félag fagfólks í frítímaþjónustu skellti sér í námsferð til Stokkhólms dagana 25.-28. mars. Verkefnið var unnið í samstarfi við Fritidsforum en það eru sænsk samtök sem eru einskonar samblanda af FFF og Samfés. Fritidsforum vinnur þó þvert á allan aldur og meðlimir samtakana eru samtök og stofnanir en ekki einstaklingar. Í ferðina héldu 22 meðlimir FFF út en verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins. Dagskrá verkefnisins var fjölbreytt en skiptist þó helst í tvö meginþemu, annars vegar samstarfi við Fritidsforum, að kynnast starfsemi, verkefnum og koma á frekara samstarfi milli samtakana tveggja. Hins vegar var farið í mikið af vettvangsheimsóknum þar sem hver og einn gat valið sér starfsstöð eftir eigin áhugasviði til að skoða. Ferðin gekk með eindæmum vel og má segja að bæði samtökin hefðu fengið enn…
Read More