Sagan

Félag fagfólks í frístundaþjónustu (FFF) er félag fagfólks sem starfar á vettvangi frístunda á vegum sveitarfélaga, s.s. í félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum, frístundamiðstöðvum, félagsstarfi eldri borgara, ungmennahúsum og skrifstofum æskulýðsmála en á þeim vettvangi starfa allt að þúsund manns víðsvegar um landið. Félagið var stofnað í félagsmiðstöðinni Miðbergi 28. maí 2005.

Flestir nýta sér frístundaþjónustu sveitarfélaganna með einum eða öðrum hætti á lífsleiðinni. Tilgangur félagsins er að leggja áherslu á mikilvægi frístundaþjónustu og sérþekkingar á málaflokknum. Jafnframt er tilgangurinn að vera leiðandi í faglegri umræðu og stjórnvöldum til ráðgjafar um frístundaþjónustu. Félagið mun einnig verða mikilvægur samráðsvettvangur fyrir fagfólk á vettvangi frístunda.