FFF opnar skrifstofu

Fréttir, Uncategorized
Stjórn FFF samþykkti á starfsdegi stjórnar sem fram fór föstudaginn 28. ágúst á KEX Hostel að greiða formanni tímabundið laun í 6 mánuði sem nemur 15% starfi. Verkefni þetta er hugsað sem tilraun fyrir félagið að sækja um styrki og leita að fjármagni til að reka félagið framvegis með starfsmann í vinnu. Eins og samþykkt var á síðasta aðalfundi mun stjórn vinna með Fritidsforum að umsókn um Strategic partnership styrk sem innifelur m.a. rekstrarstyrk til tveggja ára. Fyrsta verkefni formanns sem starfsmaður fyrir félagið var að fá skrifstofuaðstöðu í Hinu húsinu endurgjaldlaust til áramóta. Við þökkum Markúsi forstöðumanni og öllum í Hinu húsinu kærlega fyrir að hýsa samtökin á meðan unnið er að þessu verkefni. Með skrifstofunni fylgir fundaraðstaða og aðgangur að upplýsingamiðstöðinni til að halda viðburði og fræðslufundi. Formaður…
Read More

Aðalfundur FFF – 28. maí 2015

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Aðalfundur Félag fagfólks í frítímaþjónustu Fundargerð 28. maí 2015 Stungið upp á Steingerði Kristjánsdóttur sem fundarstjóra – samþykkt. Stungið upp á Bjarka Sigurjónssyni sem fundarritara – samþykkt. Fundarstjóri stiklaði á stóru og fór yfir síðustu 10 ár félagsins. Uppá dag eru 10 ár liðin síðan félagið var stofnað. Skýrsla stjórnar og skýrsla hópa og nefnda flutt af Formanni. Haldir voru 8 formlegir fundir á árinu auk funda sem snéru að undirbúningi fyrir vettvangsferð FFF til Svíþjóðar. Formaður fór yfir markmið félagsins sem stjórnin setti sér í upphafi. Fræðslumál Reynslunámsnámskeið Fimm litla kompás námskeið á haustönn Halda tvo hádegisfundi á önn Gera skráningu á námskeið gagnvirk Halda námskeið í samstarfi við Háskólann Skoða leiðir til að fjármagna æskulýðshandbók Markaðsmál Vera virk í markaðssetningu á félaginu og starfsemi þess Senda bréf á…
Read More

Opnara Fagfélag með skýr markmið

Fréttir, Uncategorized
Tímamóta aðalfundur FFF fór fram á veitingastaðnum Horninu fimmtudaginn 28. maí 2015 eða á 10 ára afmæli félagsins. Kjörin var ný stjórn en hana skipa Guðmundur Ari Sigurjónsson - Formaður Heiðrún Janusardóttir Katrín Vignisdóttir Elísabet Pétursdóttir Bjarki Sigurjónsson Guðrún Björk Freysteinsdóttir - Varamaður Hulda Valdís Valdimarsdóttir - Varamaður Á fundinum voru samþykktar þrjár lagabreytingar.sem fólu í sér nýja skilgreiningu á félaginu, ný markmið og ný inntöku skilyrði. Teknar voru út allar tengingar FFF við einstaka aldurshópa eins og ungt fólk enda er félagið félag fagfólks í frítímaþjónustu óháð aldri Fellt var út markmið félagsins um að stofna stéttarfélag þar sem það hefur nú þegar náðst og sett voru inn tvö ný markmið í staðin þar sem lagt er áhersla á fræðsluhlutverki FFF Að lokum var opnað á inntökuskilyrði í félaginu…
Read More

Fundargerð stjórnar – 16. apríl 2015

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Félaga umsóknir Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir -  samþykkt Ásgerður Breiðfjörð Ólafsdóttir – samþykkt Þórunn Vignisdóttir – Samþykkt Adda Steina Haraldsdóttir – Samþykkt Björn Þór Jóhannsson – samþykkt   Afmælisaðalfundur Félagið er 10 ára Aðalfundur er 28. Maí. Það þarf að boða til hans skriflega 30 dögum fyrir. Lagabreytingar þurfa að skila sér til stjórnar 3 vikum áður. Lagabreytingar þurfa að bera félagsmönnum 2 vikum áður Dagskrá fundar verður hefðbundin dagskrá eins og í fyrra en einnig næstu skref í  alþjóðasamskiptum og lagabreytingar er varða félagaaðildarreglur.   Svíþjóðarferðin Stjórnin er mjög ánægð með ferðina og þátttakendur
Read More

Risa tækifæri framundan fyrir FFF

Fréttir, Uncategorized
Félag fagfólks í frítímaþjónustu skellti sér í námsferð til Stokkhólms dagana 25.-28. mars. Verkefnið var unnið í samstarfi við Fritidsforum en það eru sænsk samtök sem eru einskonar samblanda af FFF og Samfés. Fritidsforum vinnur þó þvert á allan aldur og meðlimir samtakana eru samtök og stofnanir en ekki einstaklingar. Í ferðina héldu 22 meðlimir FFF út en verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins. Dagskrá verkefnisins var fjölbreytt en skiptist þó helst í tvö meginþemu, annars vegar samstarfi við Fritidsforum, að kynnast starfsemi, verkefnum og koma á frekara samstarfi milli samtakana tveggja. Hins vegar var farið í mikið af vettvangsheimsóknum þar sem hver og einn gat valið sér starfsstöð eftir eigin áhugasviði til að skoða. Ferðin gekk með eindæmum vel og má segja að bæði samtökin hefðu fengið enn…
Read More

Ánægja með umfjöllun um tæki og tækni á hádegisverðarfundi FFF

Fréttir, Uncategorized
Fyrsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu árið 2015 var haldinn 11. mars sl. á Kaffi Sólon. Yfirskrift fundarins að þessu sinni var Tæki og tækni – Blessun eða böl í frístundastarfi? Á fundinum fjölluðu þær Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir, forstöðumaður í frístundaklúbbnum Hofinu, og Þórunn Vignisdóttir, forstöðukona í félagsmiðstöðinni Laugó í Reykjavík, um notkun og áhrif tölva, snjalltækja, netsins og netmiðla í frístundastarfi. Í erindi sínu lagi Tinna út frá hugtakinu rafræn lífsleikni og fléttaði ýmis hugtök inn í umfjöllun sína um rafrænt námsnet barna og unglina og mikilvægi þess að líta á samfélag barna heildrænt sem námssamfélag eða það sem á dönsku kallast det kompetente bornefællesskap. Í erindi sínu fjallaði hún jafnframt um mikilvægi þess að börn og unglingar fái stuðning í að efla rafræna færni, fjölmiðlalæsi og tæknilæsi, og…
Read More

Tæki og tækni – blessun eða böl í frístundastarfi?

Fréttir, Uncategorized
Næsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu verður miðvikudaginn 11. mars kl. 12:00 á Sólon, 2. hæð, Bankastræti 5 í Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Tæki og tækni – Blessun eða böl í frístundastarfi? Þar munu þær Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir, forstöðumaður í frístundaklúbbnum Hofinu, og Þórunn Vignisdóttir, forstöðukona í félagsmiðstöðinni Laugó í Reykjavík, fjalla um notkun og áhrif tölva, snjalltækja, netsins og netmiðla í frístundastarfi. Erindi Tinnu og Þórunnar munu hefjast stundvíslega kl. 12 og því hvetjum við gesti fundarins til að mæta tímanlega til að fá sér snarl en súpa og brauð verður á tilboðsverði frá 11:30 til gesta hádegisverðarfundarins á aðeins 990.- Fundurinn er opinn öllum og félagsmenn hvattir til að bjóða með sér gestum, samstarfsfélögum eða öðrum áhugasömum um efni fundarins.
Read More

Fundargerð stjórnar 5. janúar 2015

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, fundur 5. janúar 2015 í Hinu húsinu kl. 12:00-13:00 Mættir: Guðmundur Ari, Heiðrún, Bjarki og Elísabet       Undirritun stjórnarskipta Það hefur gengið erfiðlega að ganga frá stjórnarskiptum. Þau hafa ekki verið gerð formlega í langan tíma en því verður nú breytt og gengið frá nauðsynlegum undirritunum og pappírsmálum sem þessu fylgja. Umsókn í félagið Alls hafa 10 einstaklingar sem sótt um félagaaðild frá síðasta stjórnarfundi. Voru þessar umsóknir teknar fyrir á fundinum: - Særós Rannveig Björnsdóttir        samþykkt - Andrea Marel                                 samþykkt - Sandra Gísladóttir                         samþykkt - Lovísa Hafsteinsdóttir          …
Read More

Skráning í Svíþjóðarferð FFF 2015

Fréttir, Uncategorized
Hér fer fram skráning í Svíþjóðarferð FFF sem farið verður í 25. mars 2015. Fimmtán pláss eru laus og er skráningargjaldið 5000 krónur. Sendur verður póstur á alla sem skrá sig og þeir fyrstu 15 beðnir um að millifæra inn á fagfélagið og hinir fá póst um að þeir séu komnir á biðlista.   Loading...
Read More

Hádegisverðarfundur 18. nóvember

Fréttir, Uncategorized
Staða og starfsumhverfi tómstundafræðinga og fagfólks á vettvangi frítímans er viðfangsefni næsta hádegisverðarfundar FFF sem haldinn verður þriðjudaginn 18. nóvember kl. 11:45 á Sólon, Bankastræti 5 í Reykjavík. Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður FFF, Jakob Frímann Þorsteinsson, námsbrautarstjóri tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og Andri Ómarsson, formaður Stéttarfélags tómstundafræðinga, munu flytja stutt innlegg og í framhaldi verða almennar umræður um málefnið. Að vanda gefst gestum kostur á að snæða hádegismat á fundinum og hægt er að panta af matseðli Sólon sem ávallt býður upp á rétt dagsins og súpu dagsins á mjög svo viðráðanlegu verði. Gott er að mæta tímanlega og panta matinn áður en fundur hefst. Fundurinn er öllum opinn og félagsmenn því hvattir til að mæta og bjóða með sér vinum, vandamönnum, vinnufélögum eða öðrum áhugasömum um þetta þarfa mál.…
Read More