Fundur stjórnar í september

Uncategorized
Mætt eru: Gísli, Ágúst, Peta og Íris.Fimmtudagur 8. septemberStaður: Kaffitár, BorgartúniFundur settur kl. 8:50 Utanlandsferð stjórnar var rædd og er fyrirhugað að fara til Tenerife í nóvember en tveir meðlimir stjórnar fóru þar á námskeið á síðasta starfsári fyrir hönd félagsins. Ferðin er hluti af styrk frá Erasmus+. Fræðsludagskrá er í vinnslu og búið er að setja niður lista af því sem boðið verður upp á og staðfesta nokkra. Haldið áfram að vinna í því á næstu dögum með það að markmiði að senda út dagskrá fljótlega. Námsferð í vor var rædd og skoðaðir möguleikar á áfangastöðum. Ákveðið að hefja undirbúning á samtali við félagsfólk um væntingar þeirra og óskir til ferðinnar. Ráðstefna í vor var einnig rædd og er áætlað að stjórn FFF haldi ráðstefnu undir nafninu Tómstundadagurinn og…
Read More
Fundur stjórnar í apríl

Fundur stjórnar í apríl

Uncategorized
Mættir eru: Gísli, Elísabet, Ágúst, Íris og Peta.Mánudagur 4. aprílFundur settur kl. 09:00Staður: Kaffitár, Nýbýlavegi Síðasta fræðsla var á Aflagranda þar sem við fengum kynningu á hugmyndafræði Samfélagshúsa og átaksverkefni frá Skagafirði í félagsstarfi eldri borgara. Tæknin truflaði okkur töluvert en það heppnaðist með góðri aðstoð Eyglóar og Árna Guðmunds. Þátttaka hefði mátt vera betri en fræðslan flott engu að síður. Næsta fræðsla er síðasti hlekkur hringferðarinnar. Farið verður á Dalvík þar sem Gísli heimamaður er að redda öllu fyrir okkur á staðnum. Peta átti að fara en kemst ekki vegna vinnu svo Elísabet ætlar að fara með Ágústi í staðinn. Undirbúningur aðalfundar. Salurinn í Holtinu var bókaður fyrir nokkru síðan og verður fundurinn haldinn þar. Boðið verður upp á léttar veitingar. Boðið verður upp á fræðslu fyrir aðalfundinn en…
Read More
Fundur stjórnar í mars

Fundur stjórnar í mars

Uncategorized
Mættir eru: Gísli, Elísabet, Ágúst, Íris, Peta og BirnaMánudagur 28. febrúar Fundur settur kl. 08:45Staður: Kaffitár, Nýbýlavegi Síðustu fræðslur voru á Austurlandi og um 10-12 ára starf. Fræðsla á Austurlandi var flott, gekk vel og fengum við höfðinglegar móttökur. Upptaka af fræðslunni er aðgengileg á Facebook síðu félagsins fyrir áhugasama. Á dagskránni var umræðufundur um 10-12 ára starf sem gekk því miður ekki þar sem ekki náðist þátttaka á ZOOM og féll hún því niður.Næsta fræðsla er um starf með eldri borgurum og verður hún þann 16. mars. Kynnt verður hugmyndafræði samfélagshúsa í Reykjavík og sagt frá árangri og reynslu þar af, ásamt kynningu á átaksverkefni í Skagafirði. Verður hún haldin í samfélagshúsinu Aflagranda 40. Gísli sér um fræðsluna og Elísabet ætlar að vera með á staðnum. Í apríl er…
Read More
Fundargerð Aðalfundar 2021

Fundargerð Aðalfundar 2021

Uncategorized
Staðsetning: Frístundamiðstöðin Ársel og ZoomFimmtudaginn 20. maí 2021Fundarstjóri: Árni GuðmundssonFundarritari: Gísli Felix Ragnarsson Fundur settur kl. 17:30 Formaður kynnir skýrslu stjórnar Heimsfaraldur kórónuveirunnar setti eðlilega mikið mark á starfsemi félagsins á liðnu starfsári félagsins. Farið var í kynningarátak í ár og plakat með dagskrá félagsins send öllum sveitarfélögum landsins. Í haust var tekin ákvörðun um að kaupa aðgang að Zoom fjarfundarkerfinu svo halda mætti starfsemi félagsins hvað fræðslur varðar en í ár voru haldnar ýmist fræðslur eða umræðufundir mánaðarlega. Fyrirhuguð skemmtun félaga í desember féll niður vegna veirunnar skæðu. Formaður og varaformaður tóku sér einnig sæti í „Sófanum“ – podcast þætti Samfés. Skýrslan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Ársreikningar Gjaldkeri kynnir ársreikninga félagsins og ber þá fram til samþykktar með fyrirvara um að skoðunarmenn eiga eftir að yfirfara reikninga.…
Read More
Fundur stjórnar í mars

Fundur stjórnar í mars

Fréttir, Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Mættir eru: Ágúst, Gísli, Íris, Elísabet, Peta og Ása Fundur settur kl. 18:25 Næsta fræðsla. Á dagskrá er viðburðurinn „Sögur af vettvangi“ og er Íris búin að hafa samband við Hrefnu hjá Hinsegin félagsmiðstöðinni og Siggu sem er tómstundafræðingur starfandi hjá Stuðlum. Báðar eru jákvæðar og þurfum við bara að festa nákvæma tímasetningu og staðfesta við þær. Ágúst hafði líka samband við Bryngeir sem hefur áhuga á að koma inn með erindi. Fræðslan verður rafræn í þetta skiptið og ákveðið var að nýta þetta form áfram eftir covid til að ná til fleiri aðila og víðari hóps.Utanlandsferð. Rætt hefur verið að halda uppi samstarfi við Eistland sem opnar möguleikann á að fara út fyrir Evrópu og þá er verið að skoða Ástralíu.Stjórnarskipti. Næsti fundur er sá síðasti fyrir aðalfund og…
Read More
Fundur stjórnar í janúar

Fundur stjórnar í janúar

Fréttir, Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fundur stjórnar 6. janúar 2021    Mættir: Peta, Gísli, Ágúst, Elísabet, BirnaFundur settur kl. 10:35 Staðan á næsta viðburði. Næsti viðburður félagsins er umræðufundur um frístundastarf fatlaðra barna, unglinga og ungmenna sem fer fram á Zoom þann 12. janúar nk. Ágúst stýrir þeim viðburði og setur upp viðburð á facebook og undirbýr.Sófinn. Íris og Ágúst fóru í „Sófann“, hlaðvarp Plússins sem fagfélagið verður hluti af. Ræddu þau mest um unglingalýðræði og gekk það bara vel. Þátturinn fer í loftið fljótlega.Boð um þátttöku í sam-evrópsku félagi frístundastarfsfólk. Til stendur að stofna samtökin European Network of National Youth Workers Associations sem á að vera sterkari sameiginlegur málsvari frístundastarfs í Evrópu. Þessi hugmynd varð til á nýafstaðinni ráðstefnu ECYC sem Guðmundur Ari sat. Stjórn felur Ágústi formanni að vinna áfram í þessu og sitja næsta…
Read More
Fundur stjórnar í nóvember

Fundur stjórnar í nóvember

Uncategorized
Miðvikudagurinn 4. nóvember 2020Mættir: Ágúst, Íris, Peta, Elísabet, Birna, GísliFundur settur kl. 10:30 Málefni Frítímans. Eygló Rúnarsdóttir kom inn á fundinn og ræddi um fyrirkomulag Frítímans, veftímarits fagfélagsins en hún hefur verið með þann miðil á sínum herðum síðustu ár. Upphaflega hugmyndin með miðlinum var að skipuð yrði ritnefnd sem myndi sjá um síðuna, lesa yfir og skrifa efni ásamt því að skila árlegum pistli um störf nefndarinnar. Eygló er tilbúin til að halda þessari vinnu áfram með þessari nefnd endurvakinni. Stjórn stingur upp á að FFF gæti sótt um styrk til að endurvekja miðilinn og nefndina og gefa þessum miðli meira vægi í störfum fagfélagsins.Staðan á dreifingu plakata. Plakötin eru komin til skila frá félaginu í öll sveitarfélög og Íris stingur upp á að skrifuð verði frétt inn á…
Read More
Fundur stjórnar í október

Fundur stjórnar í október

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Miðvikudagurinn 7. október 2020Mættir: Ágúst, Íris, Peta, Elísabet og Birna. Fundur settur kl. 11:30 Staðan á plakötumFyrsta prentun kláraðist og eru þau plaköt að mestu komin til skila. Við þurftum því að prenta fleiri og eiga þau að vera tilbúin til dreifingar fyrir helgi.Dagskrá vetrarinsFræðslumál ganga vel. Við keyptum eins árs áskrift að Zoom forritinu sem við munum nýta í fræðslurnar. Höldum áfram að nota það þótt Covid-19 ástandinu ljúki. Þannig getum við boðið öllum óháð aðstæðum og búsetu að fylgjast með fræðslum fagfélagsins og sjá allt það frábæra starf sem verið er að vinna á vettvangi. Forritið virkar líka mjög vel m.t.t. upptökumöguleika og þannig getum við safnað saman fræðslunum og deilt þeim á netinu.Samstarfsverkefni með SamfésStjórn samþykkir að Ágúst og Íris haldi áfram viðræðum við Samfés vegna hugsanlegs…
Read More
Yfirlýsing stjórnar

Yfirlýsing stjórnar

Fréttir, Uncategorized
Nú nýverið tóku í gildi hörðustu samkomutakmarkanir í sögunni með tilheyrandi raski á allri hefðbundinni starfsemi í samfélaginu. Að gefnu tilefni viljum við í Félagi fagfólks í frístundaþjónustu (FFF) beina sviðsljósinu sérstaklega að fjölmennum hópi starfsfólks sem starfar á vettvangi frístunda. Þörfin fyrir faglegt frístundastarf hefur sjaldan eða aldrei verið meiri og hefur starfsfólk á þeim vettvangi ómælda reynslu af því að skipuleggja óformlegt starf þar sem oft á tíðum þarf að hugsa í lausnum og út fyrir kassann. FFF hvetur til aukins samráðs við fagfólk á vettvangi frístunda við ákvarðanatöku er varðar frístunda- og æskulýðsstarf barna og unglinga. Mikilvægt er að við sem samfélag nýtum allan þann mannauð sem við höfum til að komast í gegnum heimsfaraldurinn sem nú stendur sem hæst. Í félagsmiðstöðvum og frístundaheimilum starfa fjöldinn allur…
Read More

Tæknilæsi í félagsmiðstöðvum fullorðinna

Uncategorized
Yfir 8 vikna tímabil sumarið 2020 flakkaði hópur af ungmennum á milli félagsmiðstöðva fullorðinna í Reykjavík og kenndi fullorðnu fólki að nota spjaldtölvur. Verkefnið gekk vonum framar og náði til tæplega 140 einstaklinga sem lærðu á spjaldtölvur. Á föstudaginn var stóð FFF fyrir fræðslu þar sem Rannveig Ernudóttir félagi okkar, virkniþjálfi Dalbrautarþorpsins og verkefnastjóri Tæknilæsis sagði okkur frá námskeiðunum og fleiru fróðlegu um félagsstarf fullorðinna. Hægt er að horfa á upptöku af fræðslunni í spilaranum hér að neðan: https://vimeo.com/469834612
Read More