
Fundur stjórnar í febrúar
Mætt eru: Ágúst, Elísabet, Gísli og PetaFimmtudagurinn 2. febrúar Staður: Brauð og co. LaugavegiFundur settur kl. 09:00 Síðasta fræðsla gekk ekki nógu vel þar sem mjög fáir mættu. Rætt hvort efnið hafi mögulega ekki vakið áhuga, hvort betra hefði verið að fræðslan væri fókusuð á hatursorðræðu, viðbrögð við henni o.þ.h. Einnig gæti veðrið hafa verið áhrifavaldur. Næsti viðburður verður umræðufundur með félagsfólki um utanlandsferð. Fundurinn fer fram á Zoom. Beiðni um umsögn barst félaginu frá Reykjavíkurborg varðandi nýja aðgerðaráætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi. Peta tekur að sér að veita umsögn fyrir hönd stjórnar. Fundi slitið kl. 09:45