
Fundur stjórnar í apríl
Mætt eru: Ágúst, Gísli, Peta, Íris og Ásgerður.Fimmtudagurinn 30. marsStaður: Rafrænt á ZoomFundur settur kl. 08:30 Síðasti viðburður gekk mjög vel, góð mæting og líflegar umræður sköpuðust um aðgengismál í frístundastarfi. Alexander Harðarson var með kveikju í upphafi og stýrði umræðum í kjölfarið. Viðburðurinn var haldinn í Stakkahlíð. Næsti viðburður er hringferðin sem er á dagskrá 14. apríl. Íris og Ásgerður ætla að fara fyrir hönd félagsins. Íris hefur samband við tengiliði annars vegar í Vestmannaeyjum og hins vegar á Ísafirði til að athuga hvort þau geti tekið á móti okkur. Svíþjóðarferðin er í lok apríl og eru 12 manns skráðir. Fundur verður haldinn með Árna Guðmunds að þessum fundi loknum þar sem farið verður nánar í smáatriði sem snúa að ferðinni. Aðalfundur félagsins fer fram 2. maí að Svíþjóðarferðinni…