Fundur stjórnar 17. ágúst 2005

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
    Stjórn félags fagfólks í frítímaþjónustu 2. fundur – 17. ágúst 2005 haldinn á Fríkirkjuvegi 11 kl. 16.30 Mætt: Steingerður, Héðinn og Trausti. Aðalfundur félagsins í 8. október 2005-08-19 1.1.  Búið er að breyta lögunum með tilliti til athugasemda sem fram komu á stofnfundi. Steingerður tekur að sér að ljúka þeirri vinnu fyrir næsta fund. 1.2.  Héðinn ætlar að athuga betur með húsnæði fyrir aðalfundinn. 1.3.  Rætt um fundinn og kosningu í nefndir. Lagt til að fyrst verði aðalfundur með lagabreytingunum og síðan almennur félagsfundur í kjölfarið. Á almennum félagsfundi geti fundarmenn unnið með markmið félagsins og komið með tillögur að því hvernig hægt er að vinna að þessum markmiðum. 1.4.  Héðinn lagði fram félagatalið á tölvutæku formi 1.5.  Félagssgjald rætt. Ákveðið að fresta ákvörðun til næsta fundar stjórnar.…
Read More

Fundur stjórnar 8. ágúst 2005

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Stjórn félags fagfólks í frítímaþjónustu 1.    fundur – 8. ágúst 2005 haldinn á Fríkirkjuvegi 11 Mætt: Trausti, Steingerður, Héðinn og Sóley Aðalfundur félagsins í haust 1.1.  Tímasetning Laugardagur 8. október kl. 14.00-16.00 1.2.  Félagatal Héðinn pikkar það inn í Excel, þaðan má svo setja það annað ef vill. Hægt er að nota grunninn frá aðalfundi Samfés í vor. Prentum út stofnfélagaskrá og límum inn í fundargerðarbók. 1.3.  Öflun nýrra félaga Sendum út aðalfundarboð á félagaskrána og biðjum núverandi félaga að senda áfram á vænlega kandídata. Höfum svo inntöku nýrra félaga fyrsta mál á aðalfundi. 1.4.  Lagabreytingar Steingerður setur inn lagabreytingar frá stofnfundi og í framhaldi þurfum við að taka okkur tíma til að ákveða hvort og þá hvaða lagabreytingar við viljum leggja til. 1.5.  Nefndir Steingerður leggur til að stjórnarfólk…
Read More

Stofnfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu – FFF

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Stofnfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu - FFF Miðbergi, Reykjavík, 28. maí 2005 Dagskrá Skráning stofnfélaga Í upphafi fundar var fundarmönnum boðið að fylla út umsókn um aðild að FFF. Inngangur, setning fundar, kosning fundarstjóra og fundarritara Eygló Rúnarsdóttir bauð fundargesti velkomna og lagði til að Gísli Árni Eggertsson stýrði fundi og Andri Ómarsson ritaði fundargerð stofnfundarins. Það samþykkt með lófaklappi. Gísli Árni tók við stjórn fundarins. Alls eru 28 mættir. Kynning á starfi hópsins Sóley Tómasdóttir kynnti starf hópsins sem vann að undirbúningi og stofnun FFF. Fyrirspurnir – Hópurinn í heild sinni Guðbjörg, nemi í tómstundafræði við KHÍ, spurði um þá sem starfa með öldruðum og fötluðum í frítímanum. Þeir hafa að sjálfsögðu rétt til aðildar að félaginu en starfa hjá Félagsþjónustunni. Lögin kynnt og samþykkt Eygló Rúnarsdóttir kynnti lög…
Read More