Fundur stjórnar 14.09.2016

Fræðsluáætlun, Fréttir
Staðsetning: Skrifstofa Reykjavíkurborgar í Borgartúni Mættir: Guðmundur Ari Sigurjónsson, Bjarki Sigurjónsson, Halldór Hlöðversson, Tinna Heimisdóttir, Hulda Valdís Valdimarsdóttir Fundur settur klukkan: 12:00 BYW – Strategic partnership verkefni Guðmundur Ari og Hulda fóru á fund með EUF vegna samnings vegna verkefnsins og hvernig fjármögnun verður háttað. Búið er að greiða fyrstu 40% verkefnisins inn á FFF Skipun 7 manna verkefnateymis Áætlaður fyrsti fundur verkefnateymis: september 2016 Fræðslunefnd Fræðslunefnd skipa Tinna Heimisdóttir Árni Guðmundsson Þórunn Vignisdóttir Hrefna Þórarinsdóttir Ásgerður Breiðfjörð Ólafsdóttr október hádegisverðafundur um borðspil og spunaspil og hvernig hægt er að nýta í starfi með börnum og ungmennum Stefnt að því að halda námskeið fyrir starfsfólk um spunaspil og hvernig maður stýrir hópum í spunaspilum Nóvember – Barnalýðræði hádegisverðafyrlestur Ferðanefnd Unnið að skipulagi fyrir ferð til Finnlands. Áætlað að sækja um…
Read More

Starfsdagur stjórnar 31.08.2016

Fræðsluáætlun, Fréttir
Staðsetning: KEX Hostel Mættir: Guðmundur Ari Sigurjónsson, Þorvaldur Guðjónsson, Bjarki Sigurjónsson, Tinna Heimisdóttir, Hulda Valdís Valdimarsdóttir Fundur settur klukkan: 10:00 Farið yfir stöðuna á Bootcamp for youth workers - strategic partnership verkefni Fyrstu fundur í nóvember Fundur með EUF um fjármagn seinna í dag Þurfum að mynda verkefnahópinn 7 manns FFF, fulltrúar vettvangsins og fræðasamfélagsins Óska eftir tilnefningu frá Menntavísindasviði á 2 einstaklingum FFF -> Valdi, Ari og Hulda Þóra Melsted frá frístundaheimilum Særós Rannveig Björnsdóttir Starfsmannamál -> Verkefnastjóri Verkefnastjóri heldur utan um tímana sína Hámark 40 tímar á mánuði nema að stjórn samþykki annað Tímakaup 5000 krónur Guðmundur Ari er ráðinn verkefnastjóri fram til áramóta Ferðanefnd Meðlimir: Guðmundur Ari Sigurjónsson, Unnur Ýr Kristinsdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Elva Björg Pálsdóttir, Laufey Sif Ingólfsdóttir og Magnús Guðmundsson Umsóknarfrestur: október Áfangastaður: Eistland Markmið:…
Read More

Fundur stjórnar 08.06.2016

Fræðsluáætlun, Fréttir
Staðsetning: Kjarvalsstaðir Mættir: Guðmundur Ari Sigurjónsson, Elísabet Pétursdóttir, Bjarki Sigurjónsson, Þorvaldur Guðjónsson, Halldór Hlöðversson, Tinna Heimisdóttir, Hulda Valdís Valdimarsdóttir Fundur settur klukkan: 12:00 Ný stjórn boðin velkomin Fundargerð aðalfundar 2016 undirrituð Eyðublöð um breytingu á stjórn og prófkúru undirrituð Kynning á verkefnum FFF Kynning á fjármálum Mikilvægt að gera úttekt á fjármálum og sundurliða verkefnin í Excel Ný stjórn skipti með sér hlutverkum Gjaldkeri: Elísabet Pétursdóttir Ritari: Bjarki Sigurjónsson Aðstoðarmaður gjaldkera: Bjarki Sigurjónsson Varaformaður: Þorvaldur Guðjónsson Meðstjórnandi: Halldór Hlöðversson Starfsáætlun stjórnar Hugmyndir um starfsdag á hausti. Ákveðið að fresta ákveðnum hlutum vegna óvissu varðandi styrk. Ef að Fagfélagið fær styrkinn verður boðað til aukafundar. Markmið (Frestað) Verkefni sumarsins Koma heimasíðu í stand Undirbúa góða kynningu í haust Fræðslunefnd Ferðanefnd Aukafundur ef að fagfélagið fær styrk frá EUF Setja upp exelskjal…
Read More
Fyrsti stjórnarfundur IFS Norden

Fyrsti stjórnarfundur IFS Norden

Fréttir
Síðastliðna mánuði hefur stjórn FFF unnið að stofnun IFS Norden sem eru regnhlífarsamtök fyrir hverfamiðstöðvar á Norðurlöndunum og starfsfólk þeirra. Hverfamiðstöðvar eru þekkt fyrirbæri út allan heim þó hugmyndafræðin hafi aldrei verið alveg sú sama á Íslandi. Í grunninn vinna hverfamiðstöðvarnar að sömu markmiðum og Íslenskt tómstundastarf þar sem markmiðin eru að virkja borgarana til þátttöku, halda óformleg fræðslu, styrkja einstaklingana og borgaravitund þeirra. Guðmundur Ari formaður FFF var staddur í Vaasa í Finnlandi dagana 24.-29. nóvember þar sem fram fór ráðstefna Finnsku hverfamiðstöðvasamtakana Setlementti ásamt stjórnarfundi hjá IFS Norden en Ari er ritari stjórnarinnar. Ari kynnti íslenskar hverfamiðstöðvar eða þá starfssemi sem líkist hverfa miðstöðvunum hvða mest og hugmyndafræðina á bakvið þær. Á stjórnarfundi IFS Norden var ákveðið að skoða aðild samtakana og aðildafélaga í Strategic partnership verkefni sem stjórn FFF hefur…
Read More
Starfsáætlun stjórnar FFF 2015-2016

Starfsáætlun stjórnar FFF 2015-2016

Fréttir, Starfsáætlun stjórnar
Starfsáætlun stjórnar fyrir veturinn 2015/2016. Starfsáætlun þessi var útbúin á starfsdegi stjórnar föstudaginn 28. ágúst 2015. Það má með sanni segja að það sé skemmtilegur vetur framundan! Fræðslumál Skipa öfluga fræðslunefnd Halda tvo hádegisfundi á önn Halda námskeið í samstarfi við Háskólann Halda grunnámskeið í fagstarfi á frístundaheimilum Markaðsmál Vera virk í markaðssetningu á félaginu og starfsemi þess Senda bréf á nýútskrifaða tómstundafræðinga og kynna félagið Kynna félagið fyrir nemum í tómstunda- og félagsmálafræði Halda kynningu á fagfélaginu í nágrannasveitarfélögum Kynna félagið á námskeiðum á vegum þess og ráðstefnum Fá alla meðlimi FFF í Facebook grouppu félagsins - Búa til öflugan umræðuvettvang Uppfæra kynningarbækling og prent til að dreifa á námskeiðum Prenta kynningar veggspjald og senda á starfsstöðvar Fá 45 nýja félaga í félagið á starfsárinu Samstarf Finna nýjan tengilið FFF hjá…
Read More

FFF opnar skrifstofu

Fréttir, Uncategorized
Stjórn FFF samþykkti á starfsdegi stjórnar sem fram fór föstudaginn 28. ágúst á KEX Hostel að greiða formanni tímabundið laun í 6 mánuði sem nemur 15% starfi. Verkefni þetta er hugsað sem tilraun fyrir félagið að sækja um styrki og leita að fjármagni til að reka félagið framvegis með starfsmann í vinnu. Eins og samþykkt var á síðasta aðalfundi mun stjórn vinna með Fritidsforum að umsókn um Strategic partnership styrk sem innifelur m.a. rekstrarstyrk til tveggja ára. Fyrsta verkefni formanns sem starfsmaður fyrir félagið var að fá skrifstofuaðstöðu í Hinu húsinu endurgjaldlaust til áramóta. Við þökkum Markúsi forstöðumanni og öllum í Hinu húsinu kærlega fyrir að hýsa samtökin á meðan unnið er að þessu verkefni. Með skrifstofunni fylgir fundaraðstaða og aðgangur að upplýsingamiðstöðinni til að halda viðburði og fræðslufundi. Formaður…
Read More

Opnara Fagfélag með skýr markmið

Fréttir, Uncategorized
Tímamóta aðalfundur FFF fór fram á veitingastaðnum Horninu fimmtudaginn 28. maí 2015 eða á 10 ára afmæli félagsins. Kjörin var ný stjórn en hana skipa Guðmundur Ari Sigurjónsson - Formaður Heiðrún Janusardóttir Katrín Vignisdóttir Elísabet Pétursdóttir Bjarki Sigurjónsson Guðrún Björk Freysteinsdóttir - Varamaður Hulda Valdís Valdimarsdóttir - Varamaður Á fundinum voru samþykktar þrjár lagabreytingar.sem fólu í sér nýja skilgreiningu á félaginu, ný markmið og ný inntöku skilyrði. Teknar voru út allar tengingar FFF við einstaka aldurshópa eins og ungt fólk enda er félagið félag fagfólks í frítímaþjónustu óháð aldri Fellt var út markmið félagsins um að stofna stéttarfélag þar sem það hefur nú þegar náðst og sett voru inn tvö ný markmið í staðin þar sem lagt er áhersla á fræðsluhlutverki FFF Að lokum var opnað á inntökuskilyrði í félaginu…
Read More

Risa tækifæri framundan fyrir FFF

Fréttir, Uncategorized
Félag fagfólks í frítímaþjónustu skellti sér í námsferð til Stokkhólms dagana 25.-28. mars. Verkefnið var unnið í samstarfi við Fritidsforum en það eru sænsk samtök sem eru einskonar samblanda af FFF og Samfés. Fritidsforum vinnur þó þvert á allan aldur og meðlimir samtakana eru samtök og stofnanir en ekki einstaklingar. Í ferðina héldu 22 meðlimir FFF út en verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins. Dagskrá verkefnisins var fjölbreytt en skiptist þó helst í tvö meginþemu, annars vegar samstarfi við Fritidsforum, að kynnast starfsemi, verkefnum og koma á frekara samstarfi milli samtakana tveggja. Hins vegar var farið í mikið af vettvangsheimsóknum þar sem hver og einn gat valið sér starfsstöð eftir eigin áhugasviði til að skoða. Ferðin gekk með eindæmum vel og má segja að bæði samtökin hefðu fengið enn…
Read More

Ánægja með umfjöllun um tæki og tækni á hádegisverðarfundi FFF

Fréttir, Uncategorized
Fyrsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu árið 2015 var haldinn 11. mars sl. á Kaffi Sólon. Yfirskrift fundarins að þessu sinni var Tæki og tækni – Blessun eða böl í frístundastarfi? Á fundinum fjölluðu þær Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir, forstöðumaður í frístundaklúbbnum Hofinu, og Þórunn Vignisdóttir, forstöðukona í félagsmiðstöðinni Laugó í Reykjavík, um notkun og áhrif tölva, snjalltækja, netsins og netmiðla í frístundastarfi. Í erindi sínu lagi Tinna út frá hugtakinu rafræn lífsleikni og fléttaði ýmis hugtök inn í umfjöllun sína um rafrænt námsnet barna og unglina og mikilvægi þess að líta á samfélag barna heildrænt sem námssamfélag eða það sem á dönsku kallast det kompetente bornefællesskap. Í erindi sínu fjallaði hún jafnframt um mikilvægi þess að börn og unglingar fái stuðning í að efla rafræna færni, fjölmiðlalæsi og tæknilæsi, og…
Read More

Tæki og tækni – blessun eða böl í frístundastarfi?

Fréttir, Uncategorized
Næsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu verður miðvikudaginn 11. mars kl. 12:00 á Sólon, 2. hæð, Bankastræti 5 í Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Tæki og tækni – Blessun eða böl í frístundastarfi? Þar munu þær Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir, forstöðumaður í frístundaklúbbnum Hofinu, og Þórunn Vignisdóttir, forstöðukona í félagsmiðstöðinni Laugó í Reykjavík, fjalla um notkun og áhrif tölva, snjalltækja, netsins og netmiðla í frístundastarfi. Erindi Tinnu og Þórunnar munu hefjast stundvíslega kl. 12 og því hvetjum við gesti fundarins til að mæta tímanlega til að fá sér snarl en súpa og brauð verður á tilboðsverði frá 11:30 til gesta hádegisverðarfundarins á aðeins 990.- Fundurinn er opinn öllum og félagsmenn hvattir til að bjóða með sér gestum, samstarfsfélögum eða öðrum áhugasömum um efni fundarins.
Read More