Fundur stjórnar í apríl

Fundur stjórnar í apríl

Fréttir, Skýrslur og fundargerðir
Föstudagurinn 5. apríl Mættir: Jóna Rán, Gísli Felix, Gissur Ari, Bjarki Már, Guðmundur Ari og Esther Ösp. Fundur settur kl. 12:45 Ferðin til Helsinki Á næstu dögum verður send út dagskrá með nákvæmari tímasetningum á heimsóknum, samverustundum og frítíma. Bootcamp og ný samstarfsverkefni Guðmundur Ari segir frá einu verkefni sem er í startholunum með sömu samstarfsaðilum og í Bootcamp verkefninu og snýr að því að búa til matstæki sem metur raunhæfni þátttakenda í einhverjum ákveðnum verkefnum. Ástralíudraumurinn lifir. Eistarnir voru að senda ósk um strategic partnership með fagfélaginu og áströlsku tengiliðunum sem snýr að siðareglum frístundastarfs og kortleggja hvernig þær eru notaðar í mismunandi löndum, búa til námskeið út frá þeim e.t.v. og nota þær til ígrundunar Bootcamp hópurinn ætlar að setja saman annað strategic partnership tengt LifeQuest sem mun…
Read More
Fundur stjórnar í mars

Fundur stjórnar í mars

Fréttir, Skýrslur og fundargerðir
Föstudagurinn 8. mars Mættir: Jóna Rán, Gísli Felix, Gissur Ari, Bjarki og Esther Fundur settur kl. 12:30 Hótel og dagskrá í Helskinki Breytingar á hótelmálum. Tilboðið frá hótelinu sem var verið að skoða gekk ekki upp svo við munum fara á Hotelli Finn. Árni Guðmundsson er að vinna í skemmtilegri móttöku fyrir hópinn þegar komið er á svæðið. Dagskráin er að verða vel pökkuð af spennandi heimsóknum en eftir stendur félagsmiðstöðin Happi sem ætlunin er að skoða. FÍÆT er að fara á baðstað þar sem hægt að fara í laugar og sauna utan við Helsinki með tengingu við þeirra starf og erum við að skoða að fara með það líka. Kynningarfundur fyrir ferðina verður haldinn fyrir ferðina föstudaginn 15. mars í Skelinni kl. 10:00. Farið verður yfir helstu atriði fyrir…
Read More
Fundur stjórnar í febrúar

Fundur stjórnar í febrúar

Fréttir, Skýrslur og fundargerðir
Þriðjudaginn 5. Febrúar Mættir: Jóna Rán, Gissur Ari, Gísli Felix, Guðmundur Ari Fundur settur kl. 12:15 Fræðslu- og tengsladagur á Vesturlandi Það hefur mikið gengið á innan félagsins í kringum greinaskrif og útlandaferð svo vinna við þennan viðburð hefur ekki komist af stað. Ákveðið er að fresta þessum viðburði fram að betri tíma og geta þá sett alla athygli á hann þegar þar að kemur. Fyrsti mögulegi tími er þá í sumar með nýrri stjórn. Svar við pósti frá Andreu Jónsdóttur, fyrrverandi sveitarstjóra Strandabyggðar Fjallað var um bréfið og ávkeðið að sest verði niður og skrifað svar frá félaginu. Helsinki-ferð Bjarki gaf sætið sitt frá sér og Árna Guðmunds var boðið sæti þar sem hann var í ferðanefnd. Umræður um dagskránna í ferðinni. Nýjum samtökum hefur verið bætt við. Þau…
Read More
Fundur stjórnar í nóvember

Fundur stjórnar í nóvember

Skýrslur og fundargerðir
Fundur stjórnar 2. nóvember, félagsmiðstöðinni Selinu Mættir: Jóna Rán Pétursdóttir, Gísli Felix Ragnarsson, Gissur Ari Kristinsson, Ester Ösp Valdimarsdóttir og Þorvaldur Guðjónsson. Fundur settur kl. 12:40 Bootcamp hópurinn Námskeiðið er tilbúið og er stefnt að því að keyra fyrsta námskeiðið í janúar 2019. Námskeiðið er skipulagt sem 4 skipti þar sem hvert og eitt þeirra er með ákveðinn fókuspunkt eða þema og byggt upp sem sér námskeið. Heildin eru því þessu 4 námskeið en þannig væri hægt að sitja bara námskeið 2 þar sem þemað væri til dæmis hópastarf og viðkomandi vilji dýpka sig sérstaklega í því. Stefnt að því að setja skráningu í loftið sem fyrst. Rætt um að sniðugt væri að senda út "markaðskönnun" með það fyrir stafni að finna bestu tímasetninguna. Bókin er í yfirlestri eins og…
Read More
Dagskrá vetrarins

Dagskrá vetrarins

Fréttir
Á starfsdegi stjórnar var lagður grunnur að dagskrá fagélagsins fyrir þennan vetur og var hún frumsýnd á starfsdögum Samfés sem haldnir voru 13. og 14. september. Þar var plakati með dagskránni dreift til félagsmanna og annarra áhugasamra ásamt því sem stjórn hélt örfyrirlestur um félagið, starfsemi þess og verkefni næstu missera. Plakatið ætti nú að vera komið í tölvupósti til skráðra félaga í fagfélaginu og hvetjum við alla til að prenta það út og hengja upp á góðum stað. Við þessa dagskrá má einnig bæta að nýverið sótti félagið um styrk fyrir námsferð til Finnlands þar sem áætlað er að heimsækja Setlementti samtökin næsta vor. Nánari upplýsingar um þá fyrirhuguðu ferð má sjá í fundargerð frá stjórnarfundi í október sem finna má hér á síðunni. Fyrir þá sem ekki komust…
Read More
Fundur stjórnar í október

Fundur stjórnar í október

Skýrslur og fundargerðir
Fundur stjórnar 4. október, Hlíðarhjalla 14 Mættir: Jóna Rán Pétursdóttir, Gísli Felix Ragnarsson, Gissur Ari Kristinsson og Bjarki Sigurjónsson. Fundur settur kl. 12:45 Fræðsla um samfelldan dag barnsins Vantar staðsetningu fyrir fræðsluna. Rætt um að hafa stað þar sem hægt er að sitja áfram eftir að fræðslunni lýkur. Staðirnir Nauthóll, Sólon og Bryggjan nefndir sem möguleikar. Jóna sér um að hafa samband við staðina og fá tilboð/verðsamanburð. Fræðslan verður seinnipartinn (um kl. 16 - 17) til að það henti starfsfólki frístundaheimila. Fræðslan er annars klár, Íris er með fræðsluna og er ábyrgðaraðili stjórnar. Kynningarmál Kaffibollar skiluðu sér því miður ekki fyrir starfsdaga Samfés en pöntum þá engu að síður og sendum út á góðum tímapunkti. 200 bollar verða pantaðir. Gissur sér um það. Plaköt -> Nóg til ennþá af plakötum…
Read More
Fundur stjórnar í september

Fundur stjórnar í september

Skýrslur og fundargerðir
Fundur stjórnar 7. september í Buskanum Mættir: Gísli Felix Ragnarsson, Gissur Ari Kristinsson, Jóna Rán Pétursdóttir, Bjarki Sigurjónsson og Guðmundur Ari Sigurjónsson Fundur settur 13:15 Dagskrá: Dagsetningar ákveðnar fyrir viðburði vetrarins, tekið tillit til viðburða Samfés og Menntavísindasviðs HÍ. Fundargestir sammála um að þriðjudagshádegi séu heppileg fyrir fræðslur, undantekning gerð fyrir fyrirlesara frá Hólmavík. Bjarki kannar góða tímasetningu yfir daginn fyrir fagfólk í frítímaþjónustu fyrir eldri borgara. Starfsdagar Samfés: Stjórn er með kynningu á starfsdögum, Jóna Rán, Gísli Felix, Gissur Ari og Bjarki verða á staðnum, auk Írisar Óskar og Guðmunds Ara. Fundargestir ræða möguleika á að gefa út varning fyrir félagsmenn. Kaffibollar þykja tilvaldir en fundargestir velta fyrir sér hvort fyrirvarinn sé of stuttur. Stjórn mun allavega taka með sér plaggöt fyrir félagsmenn með dagskrá vetrarins. Fundargestir taka saman…
Read More
Fundargerð frá starfsdegi stjórnar

Fundargerð frá starfsdegi stjórnar

Skýrslur og fundargerðir
Starfsdagur stjórnar FFF 2018-19 Hólmavík, 18. ágúst 2018 Mættir: Jóna Rán Pétursdóttir, Esther Ösp Valdimarsdóttir, Íris Ósk Ingadóttir, Gísli Felix Ragnarsson, Bjarki Sigurjónsson. Fundur settur kl. 12:00 1. Stefnumótun Stjórn er sammála um að hlutverk félagsins sé meðal annars að halda uppi samráðsvettvangi fyrir fagfólk á sviðinu, sem og að bjóða upp á góðar fræðslur um nýsköpun og þróun í frítímaþjónustu. Stefnt er að því að bjóða upp á fjórar fræðslur og að halda einn samráðsfund á vesturlandi. Félagið tekur áfram þátt í því að velja fyrirmyndarverkefni útskriftarnema úr tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ. Að auki kom upp hugmynd um að félagið myndi stefna að auknu samstarfi fagfólks í frítímaþjónustu við meðferðarstofnanir og úrræði fyrir ungt fólk til þess að reyna að sporna við aukinni neyslu ungmenna á lyfseðilsskyldum lyfjum.…
Read More
Frístundir og fagmennska – Rit um málefni frítímans er komið út

Frístundir og fagmennska – Rit um málefni frítímans er komið út

Fréttir
Nú er stór áfangi í höfn en Frístundir og fagmennska – Rit um málefni frítímans er komið út. Ritið er gefið út af Félagi fagfólks í frítímaþjónustu, Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi og Rannsóknarstofu í tómstundafræði með stuðningi Æskulýðsráðs, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bakhjarlssjóðs Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Fyrirhugað er að gefa ritið út prentað í takmörkuðu upplagi vegna áskorana frá fagfólki á vettvangi þar um. Þeir sem hafa áhuga á að eignast prentað eintak geta lagt inn pöntun á rafrænu eyðublaði á vefnum https://goo.gl/forms/yuPY9xqy5Eydxa6B3 í síðasta lagi 2. mars nk. Bókin verður seld á kostnaðarverði eða 3.400.- með sendingarkostnað innifalinn og yrði afhent í mars. Ritið má annars nálgast hér: http://menntavisindastofnun.hi.is/sites/menntavisindastofnun.hi.is/files/fristundir_og_fagmennska_utgafa.pdf Við hvetjum ykkur til að kynna útgáfuna á ykkar vettvangi. Ritið á rætur í samtali aðila á vettvangi frítímans…
Read More
Aðalfundur FFF – Fundargerð

Aðalfundur FFF – Fundargerð

Skýrslur og fundargerðir
Aðalfundur FFF 19. maí 2017 Mættir: Elísabet Þóra Albertsdóttir, Eygló Rúnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Guðmundur Ari, Elísabet Pétursdóttir, Þorvaldur Guðjónsson, Tinna Heimisdóttir, Gissur Kristinsson, Hulda Valdís Valdimarsdóttir, Gyða Kristjánsdóttir, Jón Grétar Þórsson, Jóna Rán Pétursdóttir og Margrét Sigurðardóttir. 1. Setning fundarins Formaður félagsins, Guðmundur Ari, setti fundinn og tilnefndi Eygló Rúnarsdóttur sem fundarstjóra og fundurinn samþykkti þá tilnefningu. 2. Skýrsla stjórnar Inngangur – Guðmundur Ari o Styrkur fyrir Bootcamp verkefni o Formaður á launum – tímavinna o Stjórnin fundaði mánaðarlega o Ný heimasíða o 38 nýir félagar – nú 197 í félaginu Helstu verkefni o Bootcamp for Youth Workers – Guðmundur Ari o Norrænt samstarfsverkefni og m.a. verið að vinna að því að hanna mælikvarða fyrir óformlegt nám. Verið að skilgreina þá hæfni sem mikilvægt er að mæla og hvaða leiðir…
Read More