Starfsdagur stjórnar 19. ágúst 2014

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, starfsdagur 19. ágúst 2014 í á Kex Hostel kl. 09:00-12:25 Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Bjarki, Heiðrún, Elísabet og Katrín 1. Farið yfir verkefni sumarsins Sendar voru hamingjuóskir ásamt kynningarbréfi á alla nýútskrifaða tómstundafræðinga um fagfélagið. Nú þegar hafa 6 nýútskrifaðir tómstundafræðingar skráð sig í félagið. Hulda setti sig í samband við Erlend hjá Menntamálaráðuneytinu um fund með nýrri stjórn í september. Elísabet skoðaði möguleika á að senda einstakling á Kompás námskeið í Búdapest. Umsóknafrestur er 1. október og munum við hvetja félagsmenn til að sækja um svo hæfur kompás þjálfari sé innan raða fagfélagsins. Ari kynnti sér styrkjarmöguleika fyrir námsferð FFF til útlanda og kynnti styrkjamöguleika EUF sem mundu henta til að fjármagna verkefnið. 2. Fræðslunefnd Hulda greindi frá starfi fræðslunefndarinnar sem vinnur hörðum höndum við að útbúa fræðsluáætlun…
Read More

Starfsáætlun stjórnar 2014-2015

Fréttir, Starfsáætlun stjórnar, Uncategorized
Starfsáætlun stjórnar fyrir veturinn 2014/2015. Starfsáætlun þessi var útbúin á starfsdegi stjórnar þriðjudaginn 19. ágúst. Það má með sanni segja að það sé skemmtilegur vetur framundan! Fræðslumál Reynslunámsnámskeið Fimm litla kompás námskeið á haustönn Halda tvo hádegisfundi á önn Gera skráningu á námskeið gagnvirk Halda námskeið í samstarfi við Háskólann Skoða leiðir til að fjármagna æskulýðshandbók Markaðsmál Vera virk í markaðssetningu á félaginu og starfsemi þess Senda bréf á nýútskrifaða tómstundafræðinga og kynna félagið Kynna félagið fyrir nemum í tómstunda- og félagsmálafræði Halda kynningu á fagfélaginu í nágrannasveitarfélögum Kynna félagið á námskeiðum á vegum þess Uppfæra kynningarbækling og prent til að dreifa á námskeiðum Prenta kynningar veggspjald og senda á starfsstöðvar Fá 30 nýja félaga í félagið á starfsárinu Námsferð Setja okkur í samband við samstarfsaðila Skipuleggja fjölbreytta námsferð fyrir félaga í…
Read More

Leiðbeinandinn í reynslunámi – spennandi námskeið

Fréttir, Uncategorized
Nú fer að líða að haustverkunum og eitt af þeim er auðvitað að skoða spennandi námskeið fyrir veturinn. Eitt af þessum námskeiðum er Leiðbeinandinn í reynslunámi - hvar er hann? en það er Björn Vilhjálmsson reynslunámsgúrú sem mun leiðbeina á námskeiðinu. Hugmyndafræði reynslunáms nýtist vel á vettvangi frítímans og því er um að ræða hagnýtt námskeið sem ætti að nýtast vel í starfi - er alveg kjörið tækifæri til símenntunar. Námskeiðið er þrískipt, hálfur dagur í senn og verkefnavinna þess á milli. Allar nánari upplýsingar er að finna hér: Leiðbeinandinn í reynslunámi_námskeið
Read More

Fundargerð stjórnar 6. júní 2014

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, 6. júní 2014 í Selinu kl. 12:00-13:00 Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Bjarki, Heiðrún, Elísabet og Katrín 1. Stjórn skiptir með sér hlutverkum Elísabet kjörinn gjaldkeri félagsins Bjarki kjörinn ritari félagsins 2. Farið yfir núverandi verkefni Farið var yfir helstu verkefni sem liggja fyrir nýrri stjórn. Hulda mun áfram vera tengiliður stjórnar við fræðslunefnd. Stefnt er að halda fræðslufund í haust sem gæti verið kynning á skýrslu um frístundastarf. 3. Umsóknir um félagsaðild Farið yfir umsóknir sem borist hafa félaginu. Katrín Vignisdóttir – samþykkt, er með tómstundafræðimenntun. Jóhann Páll Jónsson - samþykkt aukaaðild, er nemi í tómstunda- og félagsmálafræði. 4. Skipt með sér verkum yfir sumarið Samþykkt var að senda bréf á nýútskrifaða tómstundafræðinga, óska þeim til hamingju með áfangann, kynna fagfélagið og benda þeim á hvar þau geta skráð sig. Hulda…
Read More

Ný stjórn kosin á aðalfundi FFF

Fréttir, Uncategorized
Aðalfundur FFF fór fram 22. maí sl. og var þar m.a. farið yfir ársskýrslu stjórnar og þar kenndi ýmissa grasa en fræðslumál, samstarfsverkefni, endurskoðun á markmiðum félagsins og inntökuskilyrðum voru þar til umræðu. Einnig var kosið í stjórn félagsins en nýr formaður er Guðmundur Ari Sigurjónsson og meðstjórnendur eru Elísabet Pétursdóttir, Bjarki Sigurjónsson, Katrín Vignisdóttir og Heiðrún Janusardóttir. Varamenn í stjórn eru Guðrún Björk Freysteinsdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir.
Read More

Fundargerð aðalfundar FFF 2014

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Aðalfundur FFF 22. maí 2014 kl. 17:00 á Kaffi Sólon Stungið upp á Heiðrúnu Janusardóttur sem fundarstjóra - samþykkt. Stungið upp á Guðrúnu Björk sem fundarritara – samþykkt. Dagskrá aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar flutt af formanni félagsins Á aðalfundi félagsins þann 15. maí var ný stjórn kosin. Hulda Valdís Valdimarsdóttir, þáverandi formaður, gaf kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður og var sjálfkjörin. Guðrún Björk Freysteinsdóttir og Helgi Jónsson, sátu sitt seinna ár í stjórn en þau voru kosin í stjórn til tveggja ára á aðalfundi 2012 og voru því sjálfkrafa áfram í stjórn. Hrafnhildur Gísladóttir og Elísabet Pétursdóttir luku sínu seinna stjórnarári eftir að hafa verið kosnar til tveggja ára á aðalfundi 2011. Hrafnhildur bauð sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu en það gerði Elísabet og hlaut hún…
Read More

Aðalfundur FFF fimmtudaginn 22. maí

Fréttir, Uncategorized
Aðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu fer fram fimmtudaginn 22. maí nk. kl. 17-19 og við hvetjum alla félaga sem vettlingi geta valdið til að taka þennan tíma frá og mæta. Fundurinn fer fram á Kaffi Sólon, 2. hæð, Bankastræti 7a og hugmyndin er að fundargestir snæði saman málsverð að fundi loknum. Dagskrá aðalfundar: -         Skýrsla stjórnar -         Skýrslur hópa og nefnda -         Reikningar félagsins -         Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs -         Árgjald -         Lagabreytingar og skipulag -         Kosning stjórnar og varamanna -         Kosning skoðunarmanna reikninga -         Önnur mál Tillögur um lagabreytingar verða að hafa borist stjórn félagsins 3 vikum fyrir aðalfund. Stjórn félagsins skal kynna tillögur að lagabreytingum með bréfi til félagsmanna a.m.k. 14 dögum fyrir aðalfund. Að þessu sinni hafa stjórn ekki borist neinar lagabreytingartillögur.
Read More

Líflegar umræður á hádegisfundi um siðareglur og siðferðisleg álitamál

Fréttir, Uncategorized
Fræðslunefnd Félags fagfólks í frítímaþjónustu stóð fyrir hádegisverðarfundi þriðjudaginn 6. maí sl. á Kaffi Sólon. Viðfangsefni fundarins var að þessu sinni siðareglur og siðferðileg álitamál í frítímastarfi. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, lektor við námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, var gestur fundarins að þessu sinni. Hún fjallaði í erindi sínu almennt um siðareglur fagstétta og byggði umfjöllun sína á siðareglum félagsins (http://www.fagfelag.is/sidareglur/ ) sem samþykktar voru árið 2009. Hún benti meðal annars á siðareglur væru fyrst og fremst opinber sáttmáli um hugsjónir og gildi starfsins en ekki endilega tæknilegt stuðningsrit . Siðferðileg álitamál eru alltaf aðstæðubundin, en umræða um siðareglur hjálpar fagfólki að átta sig á því hvar frumskyldur sínar liggja og geta stutt við erfiðar ákvarðanir. Kolbrún fjallaði einnig um muninn á siðferðilegum vanda og siðferðilegum álitamálum og hvatti…
Read More

Fræðslufundur 6. maí kl. 12-13 á Sólon

Fréttir, Uncategorized
Þriðjudaginn 6. maí kl. 12:00 mun Kolbrún Þ. Pálsdóttir, lektor við námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum, fjalla um siðareglur og siðferðileg álitamál í frístundastarfi. Viðfangsefnið er mörgum sem starfa á vettvangi hugleikið og því kærkomið fyrir félagsmenn að fá vettvang til umræðna í kjölfar erindis Kolbrúnar. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a í Reykjavík. Fyrirkomulag fundarins er með þeim hætti að Kolbrún mun fyrst flytja sitt erindi sem hefst kl. 12:00 og í kjölfarið verða umræður. Undir umræðum mun gestum fundarins verða boðið upp á súpu og brauð. Áætlað er að fundinum ljúki eigi síðar en 13:00. Þeir sem vilja það frekar geta nýtt sér matseðil Sólon á eigin kostnað og jafnframt geta fundargestir sem hafa tök á setið áfram yfir óformlegu spjalli eftir að fundi lýkur. FFF…
Read More