FÉLAGSMIÐSTÖÐVADAGURINN

Fréttir, Uncategorized
Í dag, miðvikudaginn 7. nóvember, standa félagsmiðstöðvar ÍTR fyrir félagsmiðstöðvadeginum í Reykjavík. Dagurinn er samstarfsverkefni þeirra 20 félagsmiðstöðva sem starfa í Reykjavík og verða allar félagsmiðstöðvarnar opnar fyrir gesti og gangandi frá kl. 18 til kl. 21 þennan dag. Í tilefni félagsmiðstöðvadagsins var félagsmiðstöðvablaðinu UNG dreift með Fréttablaðinu þriðjudaginn 6.nóvember. Félagsmiðstöðvadagurinn er nú haldinn þriðja árið í röð og hefur fest sig í sessi í starfi félagsmiðstöðvanna á haustin. Markmið félagsmiðstöðvadagsins er að hvetja áhugasama til að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu hverfi og kynnast því sem þar fer fram. Hverfisbúum gefst því kærkomið tækifæri til að kynnast af eigin raun unglingunum í hverfinu og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi frístundaráðgjafa í félagsmiðstöðinni. Undirbúningur í hverri félagsmiðstöð hefur hvílt á unglingaráðum og unglingunum sjálfum ásamt frístundaráðgjöfum. Megináherslan er…
Read More

VEL HEPPNAÐ MÁLÞING

Fréttir, Uncategorized
Málþing FFF, Hver vinnur með börnunum okkar í frítímanum?, fór fram á Grand Hótel laugardaginn 27. október síðastliðinn. Málþinginu, sem var öllum opið, var ætlað að varpa ljósi á gildi og viðmið mismunandi faghópa sem starfa á vettvangi frítímans, sem og hvað kröfur félagasamtök, opinberir aðilar og aðrir sem bjóða upp á starf fyrir börn og unglinga í frítímanum gera til starfsmanna sinna eða leiðbeinenda. Stjórn FFF hafði leitað til Bandalags íslenskra skáta, Félags íþrótta, æskulýðs og tómstundafulltrúa, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, KFUM og KFUK og Ungmennafélags Íslands sem sendu fulltrúa sína á málþingið og kynntu hvernig þessum málum er háttað hjá sínu félagi/samtökum. Hér fyrir neða birtum við glærur fyrirlesarana með góðfúslegu leyfi þeirra: Setning málþings - Margrét Sigurðardóttir, formaður FFF Ragnar Snær Karlsson, fræðslufulltrúi KFUM og KFUK Torfi Jóhannsson, svæðisfulltrúi Ungmennafélags Íslands Andri Stefánsson, sviðsstjóri afrekssviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands…
Read More

ER ÉG HVERFIÐ MITT?

Fréttir, Uncategorized
Annar hádegisverðarfundur vetrarins var haldinn á Kaffi Sólon fimmtudaginn 18. október. Þar kynnti Gísli Árni Eggertsson, MA í lýðheilsufræðum og skrifstofustjóri hjá ÍTR, lokaverkefni sitt, "Er ég hverfið mitt?" Þar fjallar Gísli Árni um áhættuþætti hvað varðar félagslega einangrun unglinga og ber saman niðurstöður könnunar meðal unglinga í tveimur hverfum í Reykjavík. Fundurinn var vel sóttur og var almenn ánægja með erindi Gísla Árna. Næsti hádegisverðarfundur félagsins verður 15. nóvember á Kaffi Sólon kl. 12:00. Þá mun Heiðrún Janusardóttir fjalla um félagsfærnihópa í félagsmiðstöðvum.
Read More

HVER VINNUR MEÐ BÖRNUNUM OKKAR Í FRÍTÍMANUM?

Fréttir, Uncategorized
Stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu hefur ákveðið að efna til málþings undir heitinu "Hver vinnur með börnunum okkar í frítímanum?" laugardaginn 27. október n.k. frá kl. 13:00 til 17:00 á Grand Hótel. Málþinginu, sem er öllum opið, er ætlað að varpa ljósi á gildi og viðmið mismunandi faghópa sem starfa á vettvangi frítímans, sem og hvað kröfur félagasamtök, opinberir aðilar og aðrir sem bjóða upp á starf fyrir börn og unglinga í frítímanum gera til starfsmanna sinna eða leiðbeinenda. Dagskrá: 12:30 Skráning 13:00 Setning málþings, Margrét Sigurðardóttir, formaður FFF 13:15 Ragnar Snær Karlsson, fræðslufulltrúi KFUM og KFUK 13:30 Torfi Jóhannsson, svæðisfulltrúi Ungmennafélags Íslands 13:45 Andri Stefánsson, sviðsstjóri afrekssviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands 14:00 Bjarni Gunnarsson, formaður Félags íþrótta-, æskulýðs-og tómstundafulltrúa 14:15 Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur í stjórn Bandalags íslenskra skáta 14:30 Kaffi 15:00 Umræður 16:00 Niðurstöður…
Read More

Fundur stjórnar 16. október 2007

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fundur í stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn í Perlunni, Reykjavík og hófst fundurinn kl 12.00. Mættir: Margrét Sigurðardóttir formaður, Eygló Rúnarsdóttir varaformaður, Andri Ómarsson umsjónarmaður heimasíðu/meðstjórnandi, Héðinn Sveinbjörnsson gjaldkeri. Auk þess mætti á fundinn Nilsína úr varastjórn. Heiðrún boðaði forföll. Dagskrá fundarins: 1.  Málþing félags fagfólks í frítímaþjónustu. Það hafa borist svör frá FÍÆT, ÍSÍ, UMFÍ, Bandalagi íslenskra skáta, KFUM  KFUK.  Þessi félög og samtök ætla öll að  senda fyrirlesara á málþingið sem haldið verður þann 27. október næstkomandi. 2. Verkskipting innan stjórnar FFF varðandi málþingið: § Andri : o Klára auglýsingu og senda út á aðildarsamtök málþingsins og menntamálaráðuneytið. o Senda fréttatilkynningu á fjölmiðla (miðvikudaginn 24. okt.) o Klára kynningarbækling FFF o Andri verður tæknimaður á málþinginu. Héðinn: o sér um skráningu á málþingið, skráning fer fram í gegnum fagfélagspóstinn. o Leigja posa o Héðinn og Nilsína…
Read More

FFF VERÐUR HLUTI AF NÁUM ÁTTUM HÓPNUM

Fréttir, Uncategorized
Náum áttum hópurinn hefur samþykkt erindi Félags fagfólks í frítímaþjónustu að samstarfshópnum. Erindið fékk jákvæða umfjöllun á fundi hópsins og fagfélagið hefur verið boðið velkomið til samstarfs. Náum áttum hópurinn er opinn samstarfshópur um fræðslu- og fíkniefnamál með þátttöku Landlæknisembættisins, Lýðheilslustöðvar, Félags grunnskólakennara, Ríkislögreglustjóra, Barnaverndarstofu, Ný leið ráðgjöf, Rannsóknarstofa um mannlegt atferli - Háskóla Íslands, Forvarnanefnd Reykjavíkurborgar, Félagssvið Akureyrarbæjar, Rauða kross Íslands, Vímulausrar æsku, Bindindissamtakanna IOGT, Forvarnarnefnd Reykjavíkur, Heimilis og skóla, Þjóðkirkjunnar, Lögreglunnar í Reykjavík, Jafningjafræðslunnar og nú Félags fagfólks í frítímaþjónustu. Næsti morgunverðarfundur verður haldinn 31. október á Grand Hótel þar sem m.a. verður fjallað um stefnumótun og aðgerðaáætlanir ríkisins.
Read More

Fundur stjórnar 3. október 2007

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fundur í stjórn Félagsfagfólks í frítímaþjónustu haldinn að Bæjarhálsi 1, Reykjavík og hófst fundurinn kl 09.00. Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir varaformaður, Andri Ómarsson umsjónarmaður heimasíðu/meðstjórnandi og Héðinn Sveinbjörnsson gjaldkeri. Heiðrún Janusardóttir ritari boðaði forföll. Dagskrá fundarins: 1. Fundur með Erlendi • Margt rætt á þessum fundi m.a. áframhaldandi samstarf á “Verndum þau” verkefninu. Mikill vilji hjá öllum að halda þessu samstarfi áfram, nokkur námskeið verða haldin á næstunni. 2. Málþing • Bréf sent til Samband íslenskra sveitafélaga, UMFÍ, ÍSÍ, Bandalag íslenskra skáta og KFUM og K. i. Samband íslenskra sveitafélaga benti á FÍÆT og Bjarni formaður FÍÆT kemur og verður með erindi • Frestur til að svara bréfinu er 5. október og bíðum við spennt eftir svari frá hinum aðilunum. Margrét ætlar að hringja í þá aðila sem hafa ekki sent svar á næstu…
Read More

Starfsdagur stjórnar 16. september 2007

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Starfsdagur stjórnar Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn að Víghólastíg 3, Kópavogi sunnudaginn 16. september og hófst fundurinn kl 14.00. Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir varaformaður, Andri Ómarsson umsjónarmaður heimasíðu/meðstjórnandi, Héðinn Sveinbjörnsson gjaldkeri, og Heiðrún Janusardóttir ritari. Dagskrá fundarins: 1. Umsókn um inngöngu í félagið: Guðrún Margrét Snorradóttir óskar eftir inngöngu og er samþykkt inn í félagið og boðin velkomin. 2. Verndum þau. Fundur með Erlendi í menntamálaráðuneytinu þann 19. september, varðandi áframhaldandi samstarf. 3. Málþing. Eftir miklar umræður var ákveðið að leggja upp með málþing sem beinir sjónum að fagmennsku í frítímastarfi. Stefnt er að því að fá sem fulltrúa frá sem flestum félögum sem vinna með börn og unglinga í frítímanum t.d Skátunum, KFUM og K, ÍSÍ, fulltrúa tómstunda/íþrótta/forvarnarnefnda sveitafélaga (eða FÍÆT), fulltrúa úr Fagfélaginu, ÍSÍ. Mörg nöfn komu upp og verður…
Read More

Fundur stjórnar 5. september 2007

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
  Fundur í stjórn Félagsfagfólks í frítímaþjónustu haldinn í Félagsmiðstöðinni Selinu, Seltjarnarnesi og hófst fundurinn kl 09.00 Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir varaformaður, Andri Ómarsson umsjónarmaður heimasíðu/meðstjórnandi, Héðinn Sveinbjörnsson gjaldkeri, og Heiðrún Janusardóttir ritari. Auk þess mætti á fundinn Nilsína úr varastjórn. Dagskrá Fundarins: 1.      Málþing-undirbúningur Magga er búin að tala við Bjarna Gunnars formann FÍÆT varðandi samstarf og tengingu við félagsmenn. Einnig stefnt að því að fá kynningu innan Samfés.  Málþingið verður undir yfirskriftinni ,,Hver vinnur með börnunum okkar”. Stefnan að hafa málþingið ókeypis fyrir félagsmenn. Rætt um fyrirlesara. Mikilvægt að gera vel við félagsmenn og hafa málþingið umfram allt skemmtilegt en líka fræðandi. Stefnan tekin á laugardaginn 27. okt. síðasta vetrardag.  Starfsdagur stjórnar þar sem gengið verður endanlega frá málþinginu verður sunnudaginn 16. sept. kl 14.00. -20.00.…
Read More

KÆRU FÉLAGAR

Fréttir, Uncategorized
Fyrsti fundur stjórnar Félags Fagfólks í Frítímaþjónustu eftir sumarfrí var haldinn þann 23. ágúst. Á fundinum var farið yfir starfsáætlun vetrarins 2007-2008 og önnur verkefni sem eru í gangi frá síðastliðnum vetri, s.s námskeiðin Verndum Þau. Það var ákveðið að halda áfram með hádegisverðafundi í vetur enda góður vettvangur fyrir félagsmenn að stinga saman nefjum og hlýða á áhugaverð erindi yfir léttum málsverði. Heimasíða félagsins var einnig til umræðu, og hvernig við getum bætt hana. Við viljum því hvetja félagsmenn til þess að senda inn efni og koma með ábendingar um áhugaverðar heimasíður til þess að vísa í frá okkar síðu. Stjórn félagsins hlakkar til samstarfsins í vetur og vonandi sjáumst við sem flest á hádegisverðarfundunum sem auglýstir verða síðar! Fyrir hönd stjórnar, Margrét Sigurðardóttir
Read More