Fundur stjórnar í apríl

Mættir eru: Gísli, Elísabet, Ágúst, Íris og Peta.
Mánudagur 4. apríl
Fundur settur kl. 09:00
Staður: Kaffitár, Nýbýlavegi

  1. Síðasta fræðsla var á Aflagranda þar sem við fengum kynningu á hugmyndafræði Samfélagshúsa og átaksverkefni frá Skagafirði í félagsstarfi eldri borgara. Tæknin truflaði okkur töluvert en það heppnaðist með góðri aðstoð Eyglóar og Árna Guðmunds. Þátttaka hefði mátt vera betri en fræðslan flott engu að síður.
  2. Næsta fræðsla er síðasti hlekkur hringferðarinnar. Farið verður á Dalvík þar sem Gísli heimamaður er að redda öllu fyrir okkur á staðnum. Peta átti að fara en kemst ekki vegna vinnu svo Elísabet ætlar að fara með Ágústi í staðinn.
  3. Undirbúningur aðalfundar. Salurinn í Holtinu var bókaður fyrir nokkru síðan og verður fundurinn haldinn þar. Boðið verður upp á léttar veitingar. Boðið verður upp á fræðslu fyrir aðalfundinn en á dögunum barst okkur beiðni frá félagsmanni að kynna námskeið sem hún fór á nýlega.
  4. Erasmus+. Öllum gögnum hefur verið skilað fyrir styrkumsókn og beðið er eftir niðurstöðu.
  5. Önnur mál
    1. Stefnt er að því að boða til fundar með stjórn og fulltrúum Sameykis fljótlega og verður það með stuttum fyrirvara. Fundarefnið er stofnun fagdeildar Tómstunda- og félagsmálafræðinga.

Fundi slitið kl. 09:43