Fundur stjórnar í september

Miðvikudagurinn 2. september 2020.
Mættir: Gísli Felix, Ágúst Arnar, Íris Ósk, Sveina Peta, Birna og Elísabet.

Fundur settur kl. 11:00

  1. Plakat og prentun
    • Plakatið er tilbúið og verður prentað í 300 eintökum í stærð A3. Peta ætlar að fá tilboð í prentun.
    • Sendum kynningarbréf um félagið og starfsemi okkar með plakötunum til sveitarfélaga sem Íris skrifar.
  2. Fræðsla mánaðarins: Kynning á VAXA appinu
    • Fræðslan verður í hádeginu. Reynum að fá stofu í Stakkahlíðinni fyrir fræðsluna – Ágúst hefur samband við Árna Guðmunds og athugar hvort hægt sé að bóka stofu eins og staðan er í dag.
    • Plan B er rafræn fræðsla.
  3. Heimasíða og félagsgjöld
    • Gísli ætlar að reyna að finna leið til að hægt sé að skrá sig úr félaginu eða breyta skráningu inni á heimasíðunni. Stefnt er að því að senda leiðbeiningar um þann möguleika með rukkun félagsgjalda í september. Peta verður með í þeirri vinnu.
  4. Auglýsing fyrir fræðslu
    • Gísli ætlar að græja auglýsingu um fræðsluna um VAXA appið og setja á miðlana okkar þegar hann er kominn með allar upplýsingar frá Ágústi og Ara.
    • Elísabet tekur saman smá frétt að fræðslunni lokinni til að deila á miðlunum.

Fundi slitið kl. 12:08