Fundargerð stjórnar 12. nóvember 2015


Fundur stjórnar FFF 12. nóvember 2015 í Hinu húsinu

Mættir: Guðmundur Ari, Elísabet, Bjarki og Guðrún Björk

Fræðslunefnd

Fyrsti fundur fræðslunefndar fimmtudaginn 12. nóvember 2015 klukkan 12:30. Fimm meðlimir félagsins skipa nefndina. Guðrún Björk Freysteinsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Hrefna Þórarins, Þórunn Vignisdóttir.
Það eru hugmyndir á lofti með að keyra kompás námskeið á næsta ári.

Frítíminn er okkar fag

Stjórnin ræddi um stöðu Frístundaheimilinna. Það er þörf á því að ýta undir fagstarf með fræðslu og umræðu. Styrkja vettvanginn fyrir starfsfólk frístundaheimila. Hugmynd er að keyra námskeið og auka samtalsvettvang fyrir starfsfólk frístundaheimila  heilt yfir.
Stjórnin sammælist um að veita þessum starfsvettvangi byr.
Guðmundur Ari sendir út póst á sveitafélög til að fá upplýsingar um starfsemi frístundaheimila.

IFS Norden
Fritidsforum bauð Eygló og Árna út. Svíar ætla að halda utan um þessi samtök.
Stjórn IFS Norden eru Pennti (Finnlandi), Ari (Ísland) og Staffan (Svíðþjóð) varamenn eru Lisa (Finnlandi) og Elísabet (Ísland)
Ari fer á fund með þeim í lok nóvember
Stjórnarmeðlimir leggja línurnar hvað við viljum fá útúr þessu samstarfi.

Fyrsti aðalfundur IFS Norden á Íslandi?

Hugmyndin er að halda aðalfundinn hér á landi sökum þess að við höfum ekki sterka fjárhagsstöðu og verðum ekki búin að fá styrkinn. tillaga að dagsetning fyrsta vika í apríl, beint eftir páska. Meðlimir stjórnar IFS myndu halda fræðslu um hlutverk samtakana.

Tómstundahandbókin

Óskað er eftir styrk fyrir vinnu við bókina að upphæð 300 þúsund. Gjaldkeri falið að kanna fjárhagsstöðu félagsins og verður erindið tekið fyrir á næsta stjórnarfundi.

Vinnufundur 19. nóvember kl. 11-13 umsókn fyrir Strategic partnership.