Tæki og tækni – blessun eða böl í frístundastarfi?

Næsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu verður miðvikudaginn 11. mars kl. 12:00 á Sólon, 2. hæð, Bankastræti 5 í Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Tæki og tækni – Blessun eða böl í frístundastarfi? Þar munu þær Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir, forstöðumaður í frístundaklúbbnum Hofinu, og Þórunn Vignisdóttir, forstöðukona í félagsmiðstöðinni Laugó í Reykjavík, fjalla um notkun og áhrif tölva, snjalltækja, netsins og netmiðla í frístundastarfi. Erindi Tinnu og Þórunnar munu hefjast stundvíslega kl. 12 og því hvetjum við gesti fundarins til að mæta tímanlega til að fá sér snarl en súpa og brauð verður á tilboðsverði frá 11:30 til gesta hádegisverðarfundarins á aðeins 990.- Fundurinn er opinn öllum og félagsmenn hvattir til að bjóða með sér gestum, samstarfsfélögum eða öðrum áhugasömum um efni fundarins.