Fundur stjórnar FFF 2. apríl 2012

Fundur stjórnar FFF 2. apríl 2012
Mættir: Elísabet, Hulda, Guðrún, Hrafnhildur og Bryngeir. Helgi tilkynnti forföll. Erlendur Kristjánsson frá MMR var gestur á fyrri hluta fundarins.
Ýmis mál – Erlendur:
Þýðing á Compasito er komin af stað – áætluð útgáfa á bókinni á íslensku er í mars 2013. Almennar umræður um fyrirhuguð Kompás-námskeið á vegum FFF og mikilvægi þeirra. Verndum þau bókin er uppseld og nú verið að vinna að endurskoðun og endurútgáfu hennar. Efni sem Ragnhildur Helgadóttir vann og kallast Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga er einnig uppurið hjá MMR og nú verið að uppfæra það og endurútgefa. 16. maí verður kynning á niðurstöðum rannsókna MMR sem snúa að unglingum og einnig verður 20 ára afmæli rannsóknarinnar fagnað samhliða. Umræður um Erasmus for all verkefnið.

Erlendur víkur af fundi.

Staða starfsáætlunar:
Ábyrgðarmenn hvattir til dáða varðandi þau verkefni sem ennþá er ólokið.

Kompás-námskeið:
Elísabet að klára auglýsingu vegna næsta námskeiðs sem verður 24. og 25. apríl nk. Hulda mun áframsenda auglýsinguna á félagsmenn og á Samfés, Æskulýðsvettvanginn o.fl.
Umræður um áframhaldandi námskeiðahald. Hrafnhildur tekur að sér að vera á námskeiðsstað á meðan námskeiðið fer fram.Vegna styrks sem félagið fékk verður auglýst eftir félagsmanni til að halda utan um Kompás verkefnið. Hulda gerir drög að auglýsingu vegna þessa og sendir á stjórnarliða.

Vinnustofa fyrir þá sem búnir eru að fara á Kompás-námskeið hjá FFF:
Elísabet sendir upplýsingar um Vinnustofuna sem fer fram 24. apríl áður en Kompás-námskeiðið hefst. Hulda áframsendir á félagsmenn.

Umfjöllun í Viðskiptablaðinu:
Hulda sendi póst á ristjóra blaðsins vegna umfjöllunar í blaðinu sem ekki þótti málefnaleg og snerist um styrk sem félagið fékk vegna Kompás-verkefnis.

Svar frá Garðinum:
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sveitarfélagins svaraði bréfinu sem félagið sendi vegna umfjöllunar um að starfsfólk í félagsmiðstöðvum þar væri eitt á vakt. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi jákvæður varðandi samstarf við félagið.

Vorfundur FÍÆT:
Stjórn FFF fékk boð um að mæta á aðalfund FÍÆT á Ólafsvík 13. apríl. Því miður getur stjórnin ekki þegið þetta góða boð að þessu sinni. Hulda svarar boðinu og lætur vita af þessu.

Skipulagning aðalfundar FFF:
Boða þarf aðalfund með amk. 30 daga fyrirvara. Hulda sendir út fundarboð og fundardagskrá og Guðrún kannar með staðsetningu sem verður send út síðar. Óska eftir skráningu á fundinn í fundarboði vegna sameiginlegs snæðings.

Umsókn um félagsaðild:
Tekin fyrir umsókn Ágústu Rósu Andrésdóttur og hún samþykkt. Hulda svarar Ágústu og lætur hana vita.

Aukafundur stjórnar:
Ákveðið að stjórnin fundi mánudaginn 23. apríl kl. 11 á Kaffitár.

Fundi slitið kl. 12.30