Starfsáætlun Fagfélagsins 2011-2012

Starfsáætlun 2011-2012
Félag fagfólks í frítímaþjónustu
Almennt kynningarstarf
Koma upp tengiliðalista við háskólann og nemendafélagið Tuma, Samfés o.fl. Gera bréf til þessara aðila  þar sem fram kemur hvað félagsmenn hagnast á því að vera meðlimir félagsins.Fréttatilkynning vegna Kompás námskeiða
Senda út fréttatilkynningu þegar félagið stendur fyrir Kompás-námskeiði sem kynnir þá bæði námskeiðið og félagið.

Greinaskrif
Leita til félaga og annarra sem hafa verið að vinna að áhugaverðum rannsóknum á þessum fagvettvangi og óska eftir því að fá efni frá þeim til að setja inn á heimasíðu félagsins.

Hafa bækur/rit til félagsmanna
Skoða þá hugmynd að senda félagsmönnum rit sem tengjast fagvettvangnum t.d. einu sinni á ári. Mætti tengja greiðslu félagsgjalda með sambærilegum hætti og gert var með siðareglurnar og Verndum þau bókina.

Óska eftir sjálfboðaliða til að starfa sem almannatengill fyrir félagið
Skoða möguleika á að fá áhugasaman félagsmann til að sinna starfi almannatengils. Spurning hvaða leiðir er hægt að fara í þeim tilgangi. Skoða nánar á stjórnarfundi og taka ákvörðun varðandi þetta.

Skoða möguleika kynnisferð sambærilegra samtaka á Norðurlöndunum
Skoða hvaða möguleikar eru á styrkjum í slíkt verkefni. Skipta niður á stjórnarmenn að skoða ákveðna styrkjamöguleika.

Nefndir í framhaldi af aðalfundi
Skoða möguleika á útgáfu fagtímarits – Elísabet og Eygló
Endurskoðun laga og inntökuskilyrði – Bryngeir
Heimasíðumál – Andri og Guðrún
Nefndir skila af sér 1. apríl.

Compasito – skoða möguleika á samstarfi við ráðuneytið
Skoða hvort hægt er að þrýsta á að þetta efni verði þýtt á íslensku en mjög flott efni sem myndi nýtast vel í vinnu með 6-10 ára börn.

Kompás þjálfaranámskeið
Halda  eitt í Reykjavík  og eitt úti á landi. Halda líka  eina smiðju fyrir þá sem lokið hafa þjálfara námskeiði.

Jólahlaðborðshádegi
Stefna að því að stjórn og varamenn hittist fyrir jólin og borði saman í hádeginu til að efla samstarfsandann.
Verndum þau
Fyrsta námskeiðið var haldið 2006 og það síðasta haustið 2010. FFF hefur haldið yfir 50 slík námskeið og þátttakendur hafa verið samtals um 1100. Skila stuttri geinargerð um verkefnið til MMR.

Ný heimasíða
Heimasíðunefndin skoðar það mál.