Fundargerð 6. febrúar 2012

Styrkir:
Umræður um styrki inn í félagið.
 
Kompás:
Umræður um námskeið, dagsetningar v/landsbyggðafræðslu. Elísabet heyrir í Gyðu og Pétri. Workshop verður í byrjun maí. Umræður um námskeiðin og næstu skref.
 
Bréf frá FÍÆT:
Formaður FÍÆT sendi bréf vegna samstarfs FFF við FÍÆT, Samfés og SFSÍ en sótt var um styrk í æskulýðssjóð vegna þessa verkefnis. Hugmyndin að útbúa samstarfssamning þar sem m.a. verður gerð grein fyrir tilgangi og markmiðum slíks samstarfs.

Grein í Fréttablaðinu:
Stjórn ræðir grein vegna starfs í félagsmiðstöð í Garði þar sem starfsmenn eru einir á vakt en starfsfólk er þar að lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þessa. Stjórn ákveður að senda bréf til sveitastjórnarinnar og formanna nefnda vegna þessa. Huga að  samstarfi við FÍÆT. Umræður um málið.
 
Starfsáætlun á heimasíðu:
Guðrún sendir áætlunina á stjórn og óskar eftir athugasemdum og setur svo í kjölfarið á heimasíðu.
 
Aðalfundur Fagfélagsins:
Fundurinn verður þann 15. maí kl. 17-19.
 
Árgjald félagsins:
Gjaldið verður það sama og það hefur verið. Einnig skal árétta það að ekki eru sendir út greiðsluseðlar heldur einungis kröfur í heimabanka.
 
Alþjóðlegt samstarf:
Umræður um möguleika félagsins á alþjóðasamstarfi.
 
Heimasíðan:
Umræður um heimasíðuna. Ákveðið er að setja efni inn á hana bæði í skjala og fréttaformi hér eftir.
 
Greinar:
Hrafnhildur talar við Jakob Þorsteinsson, Hulda talar við Sigurgeir Birgisson og Magnús Guðmundsson og Elísabet talar við Einar Rafn og kanna hvort þau eru tilbúin að deilda sínum áhugaverðu rannsóknarefnum með félögum í FFF
 
Næsti fundur stjórnar:
Verður þann 5. mars n.k. kl. 11:00.
Fundi slitið kl. 12:15
Guðrún ritaði fundargerð