Fundargerð 26. september 2011

Fundur FFF 26. september 2011 kl. 11
Mættir: Hulda, Helgi og Hrafnhildur. Elísabet og Guðrún forfallaðar.

Haustfundur FÍÆT og MMR sl. fimmtudag:
Hulda, Helgi og Guðrún mættu og höfðu bæði gagn og gaman af. Fróðleg umfjöllun um vinnu
gegn einelti, lyfjamisnotkun, notkun orkudrykkja o.fl. Ýmis konar fróðleik um vinnu gegn
einelti má finna á heimasíðu Kolbrúnar Baldursdóttur sálfræðings (www.kolbrunbaldurs.is)
undir Eineltismál – verkfærakista. Biðja Guðrúnu að setja link inn á þessa síðu á heimasíðu og
FB.

Kompás – samráðsfundur:
Hulda fór á fund með fulltrúum Æskulýðsvettvangsins vegna Kompás-verkefnis. Rætt um
mögulegar samræmingar og samstarf varðandi Kompás. Allir taka málið upp með eigin
baklandi og vera svo í sambandi aftur. Vilji til samstarfs hjá FFF. Spurning hvort Elísabet
tekur þetta mál upp á sína arma – Hulda heyrir í henni varðandi það.

Uppfærsla á netfangalista FFF:
Mikið um endursendingar á netpósti þegar FFF sendir út. Gætum þurft að skipta niður á okkur
nöfnum og hringja í hluta félaga og óska upplýsinga um ný netföng. Helgi tekur að sér að
skoða málin og leggja línur um framhaldið.

Kynningarmál:
Hulda uppfærði gamla kynningarbæklinginn. Sendir út á alla stjórn og varamenn og óskar
eftir athugasemdum. Láta mögulega prenta nokkur eintök af honum í framhaldinu þar sem
það er gott að nota hann til kynninga. FFF annars með góða tengingu við Samfés, Hrafnhildur
kannar tengilið við Tuma (félag nema í tómstunda- og félagsmálafræðum) og Gyða er okkar
tengiliður við Æskulýðsvettvanginn.

Fundur stjórnar með mennta- og menningarmálaráðuneyti:
Góður fundur þar sem farið var yfir ýmis mál, s.s. Kompás, Verndum þau, Compasito,
æskulýðsrannsóknir, öryggismál í æskulýðs- og tómstundastarf o.fl. Ýmsir samstarfsfletir í
umræðunni.

Styrkjamál:
Allir leggjast í rannsóknarvinnu fyrir næsta fund og kanna hvar mögulegt væri að sækja styrk
til heimsóknar til systrasamtaka FFF. Þarf líka að skoða hvaða systrasamtök væri áhugavert
að sækja heim.

Fulltrúi í skóla- og frístundasvið Reykjavíkur:
Félaginu barst beiðni um að tilnefna áheyrnarfulltrúa í ráðið úr hópi forstöðumanna
frístundamiðstöðva. Helgi Eiríksson forstöðumaður í Miðbergi var tilnefndur.

Greinamál:
Spurning um útfærslu á því máli. Hugmyndin var að tvær greinar færu inn á heimasíðuna í
hverjum mánuði. Spurning hvort Elísabet er tilbúin að halda utan um þessi mál – Hulda heyrir
í henni varðandi það.

Kompás-námskeið 3. – 4. okt.:Skráning farin af stað. Þarf að fylgjast með í vikunni hvernig skráningin þróast. Helgi ætlar á námskeiðið og Hrafnhildur ætlar líka að fljóta með. Spurning hversu margir þurfa að skrá sig til að námskeiðið verði haldið, hvernig matarmál eiga að vera o.fl. Hulda heyrir í Elísabetu varðandi þessi mál.

Heimasíða og FB:
Guðrún aðalmanneskjan í þessum málum. Þurfum að reyna að halda lifandi á báðum stöðum.

Starfsáætlun:
Guðrún að vinna í því að klára hana áður en hún fer inn á heimasíðu.

Ábendingar til sveitarfélaga:
Búið að gera drög að bréfi til að senda á skóla- og frístundasvið vegna auglýsingar frá
Norðlingaskóla og einnig búið að gera drög að bréfi til að senda á Borgarbyggð vegna þess að
búið er að leggja niður starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þar. Hulda sendir drögin á alla í
stjórn og óskar eftir athugasemdum áður en bréfin verða send.

Fundi slitið kl. 12.05
Hulda ritaði fundargerð