HÁDEGISVERÐARFUNDUR FÖSTUDAGINN 4. FEBRÚAR

Ábyrgð aðila sem standa að félags og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga
Ragnhildur Helgadóttir prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík vann nýlega álitsgerð fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Æskulýðsráð um ábyrgð aðila sem standa að félags- og tómstundastarfi. Á fyrsta hádegisverðarfundi ársins ætlar Ragnhildur að fjalla um það helsta sem kemur fram í álitsgerðinni, s.s. hvernig ábyrgð stjórnenda, umsjónarmanna, starfsmanna, leiðbeinanda og annarra sem starfa með börnum og ungu fólki í skipulögðu félags- og tómstundastarfi er háttað og hvað slík ábyrgð felur í sér.Hádegisverðarfundurinn fer fram á veitingastaðnum Maður lifandi, Borgartúni 24, neðri hæð föstudaginn 4. febrúar og hefst kl. 12:00.

Á heimasíðu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins er hægt að nálgast álitsgerð um ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga.