NÝ STJÓRN

Stjórnarskipti í kjölfar aðalfundar
Á aðalfundi Félags fagfólks í frítímaþjónustu sem fram fór föstudaginn 28. maí sl. á Kringlukránni í Reykjavík var kjörinn nýr formaður félagsins og fulltrúar í stjórn. Elísabet Pétursdóttir er formaður félagsins. Andri Ómarsson og Einar Þórhallsson sitja áfram í stjórn enda kosnir til tveggja ára á aðalfundi félagsins 2009. Nýir fulltrúar í stjórn eru Helgi Jónsson og Guðrún Björk Freysteinsdóttir. Varastjórn félagsins skipa Heiðrún Janusardóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir.