Aðalfundur 28. maí 2010

Aðalfundur félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn á Kringlukránni föstudaginn 28. maí kl. 16:30

Fundarstjóri: Þóra Melsted
Ritari: Jóhannes Guðlaugsson

–         Skýrsla stjórnar
Eygló Rúnarsdóttir formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar.
Formaður gerði grein fyrir fundum og verkaskiptingu sjórnar á síðasta ári. Sagði frá að í fyrsta skipti hafi þurfti að kjósa í stjórn, tvo framboð komu til meðstjórnanda. Eins nefndi hún það að Andri Ómarsson hefur starfað í stjórn frá stofnun félagsins í fimm ár. Félagsmönnum hefur fjölgað um 18 á árinu og eru nú 109.
Eygló minntist á mikilvægi þess að félagið mótaði sér stefnu hvernig starfið ætti að þróast í framtíðinni með hliðsjón af almennt erfiðar stöðu í samfélagin og einnig vegna tímamótum félagsins.
Formaður sagði frá einstökum verkefnum sem félagið stendur að:
• Siðareglum– samþykktar á síðasta aðalfundi. Stjórn ákvað að gefa félagsmönnum siðareglur í ramma.
• Vefritinu – sem voru fimm á tímabílinu.
• Hádegisverðafundir – sem voru fjórir, einn fundur sendur út á netinu.
• Verndum þau.
• Náum áttum – þátttöku í verkefninu.
• Kortlagningu starfsheita í stærstu sveitafélögum landsins.
• Fundum með menntamálaráðuneytinu.
• Áskorun til sveitafélaga vegna efnahagsþrenginga
• Öðru – kortlagningu ritgerða, samstarf við erlend félög, innlegg á ráðtefnu og aðalfund Samfés.
Einig sagði formaður frá vinnu sem snýr að ráðstefnu og  öðru samstarfi.
Engin umræða var um skýrslu formanns og var skýrslan samþykkt.

–         Skýrslur hópa og nefnda
Árni Guðmundsson gaf stutta skýrslu um samskipti alþjóðanefndar við Svíþjóð.

–         Reikningar félagsins
Andri Ómarsson gjaldkeri félagsins skýrði frá ársreikingum félagsins.
Steingerður Kristjánsdóttir spurði um reikning félagsins,,Trompbókina“, hvort innlánsreikningur væri tryggður í ljósi ástands bankanna. Andri sagði frá því að innistæðan er að öllu trygg og í samræmi við efnahagsreikning/eigið fé félagsins.
Steingerður vildi koma á framfæri mikilvægi þess að setja í lög/reglur að ákveðin hluti fjármagns væri haldin í sjóði, þannig að ákveðinni upphæð væri leyfileg að nýta ár hvert. Umræða var um málið. Ákveðið að vísa til nýrrar stjórnar.
Árseikningur samþykktur.

–         Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs
Eygló skýrði frá verkferil og vinnulag starfsáætlunar og fjárhagsáætlunar.
Vísað í skilafund fyrri stjórnar til nýrrar.

–         Árgjald
Andri lagði til lækkun á árgjaldi sem nemur seðilkostnaðinum. Árgjald yrði  2.500 kr með kostnaði, var áður 2.500 kr auk seðilskostnaðar.
Björg Blöndal benti á hvort betra væri að senda engöngu í heimabanka.
Þröstur lagði til að gerð væri herferð til að ná í nýja meðlimi, sem gerði árlegan seðilkostnað upp á ca. 27.000 kr óverulegan.
Tillaga Andra var samþykkt.

–         Lagabreytingar og skipulag
4.grein – Félagsaðild
Er:
Rétt til félagsaðildar eiga einstaklingar sem:
–         Lokið hafa háskólanámi í tómstunda- og félagsmálafræðum
–         Lokið hafa háskólanámi á sviði  uppeldis-og félagsvísinda og starfa á vettvangi frítímans á vegum sveitafélaga og/eða ríkisins s.s. í félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum, frístundamiðstöðvum, ungmennahúsum og skrifstofum æskulýðsmála
–         Hafa 5 ára starfsreynslu  á vettvangi frítímans á vegum sveitafélaga og/eða ríkisins s.s. í félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum, frístundamiðstöðvum, ungmennahúsum og skrifstofum æskulýðsmála

Aukaaðild geta þeir sótt um sem stunda nám á sviði félagsvísinda, uppeldis-og tómstundafræða og  starfa á vettvangi frítímans á vegum sveitarfélaga, s.s. í félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum, frístundamiðstöðvum, ungmennahúsum og skrifstofum æskulýðsmála. Þeir hafa einungis áheyrnar-og tillögurétt á aðalfundi og greiða helming félagsgjalds.

Umsóknir um aðild eru afgreiddar af stjórn félagsins. Stjórnin tilnefnir málskotsnefnd ef þurfa þykir.

Stjórnin gerir tillögu að félagsgjaldi og er tillagan afgreidd á aðalfundi. Félagsgjald er innheimt einu sinni á ári.

Bætt verði við:
Greiði félagsmaður ekki félagsgjaldið tvö ár í röð fellur hann út af félagaskrá.

Þröstur greindi frá því að ef félagsmaður sem ekki greiðir ætti að detta sjálfkrafa út af skrá í stað ofangreinds ákvæðis.
Tillagan samþykkt með 15 á móti 1.

5.grein – Stjórn félagsins
Stjórnarkjör fer fram á aðalfundi. Stjórn félagsins skal skipuð formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Auk þess skulu kosnir tveir varamenn.

Stjórnarkjöri skal haga þannig:
Kjósa skal formann í sérstakri kosningu.
Kjósa skal 4 stjórnarmeðlimi að auki sem skipta með sér verkum.
Kjósa skal 2 í varastjórn
Kjósa skal 2 skoðunarmenn reikninga.

Breytinga: Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn og formaður skal kosinn á hverjum aðalfundi.

Stjórnin fer með málefni félagsins á milli aðalfunda og framfylgir stefnu þess.
Stjórnarfundi skal halda að jafnaði einu sinni í mánuði á tímabilinu september til maíloka.
Stjórn skal halda fundargerð sem aðgengileg er öllum félagsmönnum.
Firmaritun félagsins er í höndum gjaldkera og formanns.

Björg kom með athugasemd að formaður ætti að vera kosinn til tveggja ára. Árni skýrði frá af hverju þessi grein ætti að vera, þe til að möguleiki væri að breyta um formann ef óánægja væri um formann þó hann væri kosinn til tveggja ára sem stjórnarmann.
Árni  Guðmundsson kom með breytingartillögu við breytinartillöguna:  Tveir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn og formaður skal kosinn á hverjum aðalfundi.
Breytingartillaga Árna samþykkt einróma.

10.grein – verði 11.grein og haldist óbreytt.
10.grein verði ný grein – Siðanefnd
Samkvæmt siðareglum félagsins skal tilkynna brot á þeim til stjórnar félagsins. Stjórn félagsins skal tilnefna siðanefnd í hverju máli fyrir sig ef þurfa þykir. Siðanefnd fjallar um einstök mál og úrskurðar um hvort brot hafi átt sér stað og ályktar í kjölfarið til stjórnar félagsins um frekari viðbrögð.
Björn Finnsson vildi að bókað yrði. Rökstuðningur vegna eftirfarandi: ,,Stjórn félagsins skal tilnefna siðanefnd í hverju máli fyrir sig ef þurfa þykkir. Ástæðan er til að ekki sé hætt á að nefndarmeðlimir séu óhæfir.
Helgi Jónsson óskaði eftir að bókið yrði. Að siðanefnd væri ekki einskorðuð við félagsmenn þannig að hægt væri að kalla til sérfræðinga utan félagsins ef þurfa þykir s.s. sálfræðinga og aðra sérfræðinga.
Breytingartillagan samþykkt einróma.

–         Kosning stjórnar og varamanna
Eygló bauð sig ekki fram.
Elísabet Pétursdóttir bauð sig fram til formanns og var kosin.
Jóhannes og Helga gefa ekki kost á sér.
Helgi Jónsson og Guðrún Freysteinsdóttir buðu sig fram. Þau voru kosin.
Hulda Valdís og Heiðrún Janusardóttir bjóða sig fram í varastjórn og voru einnig kosin.

–         Kosning skoðunarmanna reikninga
Árni Guðmundsson og Ólafur Þór Ólafsson bjóða sig fram og fundurinn samþykkti báða.

– Önnur mál
1. Árni Guðmundsson ræddi um hugmynd að samstarfi að ráðstefnu:
Háskólinn á Akureyri, HÍ, Rannskónasetrið BÆR og FFF ynnu saman að ráðstefnu. Árni nefndi kostina við samvinnu. Tillaga fundarstjóra að málinu sé vísað til nýrrar stjórnar. Umræða um málefnið:
– Andri nefndi að félaginu væri mikið í mun að halda ráðstefnuna í nafni félagsins vegna afmælisársins. Eins sagði hann frá hugmynd að blaðaútgáfu í því tilefni.
– Þröstur nefndi mikilvægi þess að vekja athygli á félaginu og halda á lofti ,,leikgleðinni”. Sagði frá hugmynd sem átti að setja á laggirnar rabbdag/skemmtidag.
– Steingerður nefndi tímafaktorinn vegna þess að sumarið er ekki virkur tími. Kom ábendingu til stjórnar að taka til.
– Jóhannes gerði það að tillögu að stofnuð væri ráðstefnunefnd sem ekki væri bundin við stjórn.
Málinu vísað til nýrrar stjórnar.

2. Árni kom með annað mál:
Sagði frá nemum sem hafa farið út og vantaði ,,bláa kortið“, sem er starfsleyfi í Ástralíu. Hugmynd frá Árna að koma á sambærilegu korti á Íslandi. Fagkort sem gæfi ákveðin skilyrði til að vinna með börnum og ungmennum að frístundastarfi.
– Eygló tók undir með Árna og nefndi að mikilvægt væri að fá lögverndun og eins að hafa hreint sakavottorð.
– Steingerður vildi að FFF færi í samstarf við menntamálaráðuneytið um slíka útgáfu.
– Einar nefndi þetta verkefni vera mjög gott verkefni til að koma félaginu í ávkeðið vægi.
– Eygló nefndi starfsheitavinnu Helgu sem tengist þessu málefni mikið. Bætti við að þetta tengist markmiði félagsins.
– Björg varpaði þeirri spurningu hvort félagið væri að miða til íþróttahreyfingarinnar.
– Eygló svaraði því til að þetta ætti við um einstaka einyrkja úti á landi og æskulýðspólítik væri í mikilli breytingu. En benti á að íþróttaheyfingin ætti í stærri fjármagnspotta að sækja.
– Einar vitnaði í aðildarreglurnar og sagði að mikilvægt væri að taka umræðu um félagsaðild.
– Eygló samþkkti að umræðan væri mikilvæg en ítrekaði að vera ekki í fagríg.
– Árni benti á að málið snýst um fagmennsku. Mikilvægt að stoppa ekki stoðkerfi okkar í framþróun, reyna að koma í veg fyrir klíku og pólítík. Við eigum að gera kröfu að öll okkar umgjörð sé með eðlilegum hætti.
Málinu vísað til nýrrar stjórnar.

Fundarstjóri fól formanni Elísabetu Pétursdóttir að slíta fundin.
Elísabet sagðist spennt takast á við nýjar áskoranir og að vinna að fagstarfinu og sleit fundi.