FYRIRHUGAÐUR NIÐURSKURÐUR Í FÉLAGS- OG TÓMSTUNDASTARFI Á ÁLFTANESI

Fagfélagið ítrekar áskorun sína til sveitarfélagsins og eftirlitsnefndarinnar
Félag fagfólks í frítímaþjónustu hefur sent sveitarfélaginu Álftanesi og eftirlitsnefnd sveitarfélaga ítreknun á áskorun félagsins sem send var öllum sveitarfélögum í ágúst síðastliðnum. Tilefnið eru fréttir um vanda sveitarfélagsins og fyrirhugaðan niðurskurð í félags-og tómstundastarfi og uppsagnir á starfsfólki.