Fundurstjórnar mánudaginn 14. maí 2009

Fundur/starfsdagur hjá stjórn félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn í Þorpinu Akranesi miðvikudaginn 14.apríl kl 17.00
 

Fundur/starfsdagur hjá stjórn félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn í Þorpinu Akranesi  miðvikudaginn 14.apríl kl 17.00. Mættir: Eygló, Helga, Andri, Heiðrún og Jói.

1.      Umsókn í félagið. Alda Mjöll Sveinsdóttir og Ívar Örn Gíslason samþykkt og Þröstur Freyr Sigfússon fékk aukaaðild, vantar réttindi en er í námi.  Þau eru öll boðin velkomin í félagið. Stjórn ákvaða að birta nöfn nýrra félaga í Vefritinu fyrir aðalfund.

2.      Siðareglur félagsins. Farið yfir athugasemdir og siðareglur loksins samþykktar. Áréttað að þakka þeim sem að málinu komu.

3.      Aðalfundur. Farið yfir dagskrá aðalfundar og undirbúningur kláraður:

a.      Aðalfundur félagsins verður haldinn 28.maí nk kl. 16:30. Búið að panta Hornið, salur í kjallara.

b.      Jói sér um að panta kaffi og kleinur fyrir fund auk þess að fá tilboð í mat kl. 19.00.

c.       Eygló athugar með fundarstjóra og fundaritara og hefur hún Björgu Blöndal og Atla Stein Árnason í huga í þau hlutverk.

d.      Búið er að auglýsa aðalfund, sent verður annað fundarboð og áréttað í vefritinu í næstu viku.

e.      Eygló skýrði frá stöðu framboða til stjórnar, að Heiðrún ætlaði að hætta í stjórn, en er tilbúin til vara, og báðar varakonurnar, Nilsina og Steingerður ætla ekki að bjóða sig fram. Rætt var að mikilvægt væri að senda póst út til að hvetja til framboðs til stjórnar.

f.        Andri fór yfir lagði fram Ársreikning 2008 og stöðu Ársfjórðungsreiknings og fór yfir þá. Reikningarnir samþykktir og undirritaðir fyrir skoðunarmenn.

g.      Samþykkt var að breyta ekki árgjaldinu.

h.      Eygló fór yfir efnisatriði Ársskýrslu. Stjórn samþykkti Ársskýrslu til umfjöllunar.

i.        Siðareglur samþykktar. Jói og Heiðrún fjalla um Siðareglurnar á aðalfundi undir önnur mál.

j.        Engar tillögur hafa komið að lagabreytingum. Umræður um lagabreytingar og bent á farið var vel yfir lögin fyrir síðasta aðalfund.

k.       Andri lagði til að öll gögn aðalfundar yrðu sett inn á sérstakan flipa á heimasíðu og að félagsmönnum yrði sendur tölvupöstur þess efnis, samþykkt.

4.      Verndum þau. Eygló sagði frá stöðunni. Garðabær, Hafnarfjörður og Kópavogur hafa ekki haft námskeið. Lögð verður áhersla þessi bæjarfélög auk leikskóla almennt.

5.      Staða innheimtu. Andri fjallaði um innheimtu reikninga og umræður um innheimtuferlið. Ákveðið að Andri skoði meiri samvinnu við bankann.

6.      Vefritið. Jói kom með tillögu að vefriti fyrir aðalfund. Ákveðið að hvetja til meiri skrifa frá félagsmönnum. Mikil og góð viðbrögð voru við greinaskrifum Steingerðar um Facebook í síðasta Vefriti. Björn Finnsson sendi inn grein um breytingar á barnaverndarlögum og verður greinin sett í Vefritið.

7.      Grein Björns var tekin fyrir þar sem hann sendi greinina á félagið til umfjöllunar. Lagt var til að greinin yrði sett í Vefritið eins og áður kom fram og til umræðu á Hádegisverðarfundi í byrjun Júní.

Fundi/starfsdegi slitið kl 20.15