ÁRNI Í SAMFÉLAGINU Í NÆRMYND Í FRAMHALDI AF HÁDEGISVERÐARFUNDI

Mánudaginn 16. mars var viðtal við Árna Guðmundsson, námsbrautarstjóra í tómstunda-og félagsmálafræðum í Samfélaginu í nærmynd á Rás 1. Tilefnið var erindi hans, “Er kreppan bara krónur og aurar?” á hádegisverðarfundi félagsins föstudaginn 13. mars.

Eins og vænta mátti var viðtalið áhugavert og Árni talaði máli barna og unglinga í því óvissuástandi sem nú ríkir í samfélaginu og varðandi framtíðina. Viðtalið má nálgast hér og var fyrst í þættinum svo það er aðgengilegt.

Viðtal við Árna Guðmundson í Samfélaginu í nærmynd