Aukaaðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu 9. júní 2008

Aukaaðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn í Frostaskjóli, mánudaginn  9. júní haldinn kl. 17.00.

Mættir: Andri Ómarsson, Steingerður Kristjánsdóttir, Árni Guðmundsson, Helga Margrét Guðmundsdóttir, Eygló Rúnarsdóttir, Guðrún Halla Jónsdóttir, Héðinn Sveinbjörnsson og Nilsína Larsen Einarsdóttir. Heiðrún Janusardóttir boðaði forföll.


Margrét formaður setur fundinn og stingur upp á Guðrúnu Höllu Jónsdóttur sem fundarstjóra, samþykkt með lófataki.
Stungið er uppá Nilsínu Larsen Einarsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt með lófataki.

Fundargerð aðalfundar lesin upp og samþykkt:
Fundarstjóri las upp fundargerð frá aðalfundi. Fundargerð samþykkt með fyrirvara um leiðréttingar á stafsetningu og ásláttarvillum. Með því að samþykkja fundargerðina erum við að samþykkja þær lagabreytingar sem settar voru fram á aðalfundi og aðrar tillögur sem samþykktar voru með fyrirvara á aðalfundi.
Ekki hefur tekist að senda út siðareglur félagsins fyrir aukaaðalfund en það verður gert hið fyrsta og óskað eftir ábendingum félagsmanna. Eygló leggur til að siðareglurnar verði teknar fyrir á almennum félagsfundi. Tillagan samþykkt.

Kjósa þarf í stjórn og skoðunarmenn reikninga.

Kosning stjórnar og varamanna:
Kjósa þarf formann sérstaklega. Fráfarandi stjórn leggur til að Eygló Rúnarsdóttir verði formaður félagins. Samþykkt einróma.

Stjórnarmeðlimir:
Kjósa þarf tvo aðalmenn í stjórn til tveggja ára. Jóhannes Guðlaugsson og Helga Margrét Guðmundsdóttir eru einróma kjörin.

Varamenn:
Nilsína Larsen Einarsdóttir og Steingerður Kristjánsdóttir eru kosnar einróma til varastjórnar.

Kosning skoðunarmanna reikninga félagsins:
Árni Guðmundsson og Elísabet Pétursdóttir eru samþykkt einróma.
Fundarstjóri þakkar fráfarandi gjaldkera og formanni fyrir velunnin störf. Eins óskar fundarstjóri nýrri stjórn góðs gengis.

Fráfarandi formaður óskar nýrri stjórn til hamingju og góðs gengis. Margrét og Héðinn ætla, að sjálfssögðu, bæði að halda áfram að starfa fyrir félagið.

Nýr formaður félagsins, Eygló Rúnarsdóttir, slítur fundi kl. 17.30.