Fundur stjórnar 14. mars 2008

Fundur hjá  stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn að Bæjarhálsi 1,  föstudaginn 14.mars.  kl 10.00

Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir, Heiðrún Janusardóttir og Héðinn Sveinbjörnsson. Andri boðaði forföll


Dagskrá :
1. Almennar umræður.

2. Hádegisverðarfundur verður 27. mars. Sigrún Aðalbjarnardóttir verður með erindi.
Eygló athugar með Kornhlöðuloftið við Lækjarbrekku, annars talar Magga við þá hjá Sólon.

3. Aðalfundur. Ákveðið að hafa aðalfund 30.maí kl 16.00. Stefnt er á að hafa fundinn í Kornhlöðunni. Aðalfundarboð fer út 26.mars. Tillögum að lagabreytingum skal skila til stjórnar minnst 3 vikum fyrir aðalfund þ.e í síðastalagi 9. maí. Tillögur að breytingum verða sendar til félagsmanna 16.maí.

4. Hópar. Stefnt er að því að hafa fund með hópum kl. 11 fimmtudaginn 27.mars áður en erindi Sigrúnar byrjar. Hóparnir

5. Verndum þau. Mikilvægt að fara að kynna námskeiðið fyrir vinnuskólum og sumarnámskeiðum.

6. Magga hefur samband við Bjarna í Fíæt og Þráinn hjá Samfés um samstarfsfund í tengslum við aðalfund Samfés á Akureyri.

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 12.00