FFF VERÐUR HLUTI AF NÁUM ÁTTUM HÓPNUM

Náum áttum hópurinn hefur samþykkt erindi Félags fagfólks í frítímaþjónustu að samstarfshópnum. Erindið fékk jákvæða umfjöllun á fundi hópsins og fagfélagið hefur verið boðið velkomið til samstarfs.

Náum áttum hópurinn er opinn samstarfshópur um fræðslu- og fíkniefnamál með þátttöku Landlæknisembættisins, Lýðheilslustöðvar, Félags grunnskólakennara, Ríkislögreglustjóra, Barnaverndarstofu, Ný leið ráðgjöf, Rannsóknarstofa um mannlegt atferli – Háskóla Íslands, Forvarnanefnd Reykjavíkurborgar, Félagssvið Akureyrarbæjar, Rauða kross Íslands, Vímulausrar æsku, Bindindissamtakanna IOGT, Forvarnarnefnd Reykjavíkur, Heimilis og skóla, Þjóðkirkjunnar, Lögreglunnar í Reykjavík, Jafningjafræðslunnar og nú Félags fagfólks í frítímaþjónustu.

Næsti morgunverðarfundur verður haldinn 31. október á Grand Hótel þar sem m.a. verður fjallað um stefnumótun og aðgerðaáætlanir ríkisins.