Fundur stjórnar 3. október 2007

Fundur í stjórn Félagsfagfólks í frítímaþjónustu haldinn að Bæjarhálsi 1, Reykjavík og hófst fundurinn kl 09.00.

Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir varaformaður, Andri Ómarsson umsjónarmaður heimasíðu/meðstjórnandi og Héðinn Sveinbjörnsson gjaldkeri. Heiðrún Janusardóttir ritari boðaði forföll.


Dagskrá fundarins:

1. Fundur með Erlendi
• Margt rætt á þessum fundi m.a. áframhaldandi samstarf á “Verndum þau” verkefninu. Mikill vilji hjá öllum að halda þessu samstarfi áfram, nokkur námskeið verða haldin á næstunni.

2. Málþing
• Bréf sent til Samband íslenskra sveitafélaga, UMFÍ, ÍSÍ, Bandalag íslenskra skáta og KFUM og K.
i. Samband íslenskra sveitafélaga benti á FÍÆT og Bjarni formaður FÍÆT kemur og verður með erindi
• Frestur til að svara bréfinu er 5. október og bíðum við spennt eftir svari frá hinum aðilunum. Margrét ætlar að hringja í þá aðila sem hafa ekki sent svar á næstu dögum.
• Eygló búin að athuga með Grand Hótel – Hvammur er laus. Kíkja á það þegar nær dregur.
• Eygló ætlar að búa til drög að dagskrá og senda á stjórnina
• Rætt um að bjóða einhverjum til að setja málþingið

3. Nýir félagar
• Unnar Reynisson óskar eftir inngöngu í félagið og umsóknin er samþykkt.

4. Efni á heimasíðu félagsins og póstur sem berst félaginu
• Andra falið að tala við Unnar um að setja grein Unnars sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. október á heimasíðu félagsins.
• Rætt um hvað eigi og hvað eigi ekki að setja á heimasíðuna…einnig ræddum við um hvað eigi að áframsenda af pósti sem berst félaginu.
• Rætt um að búa til Gullkistu félagsins. Þar verður hægt að nálgast athyglisverð erindi félagsmanna og einnig hvort félagsmenn eigi einhverja fyrirlestra sem hægt væri að kynna

5. Félagsgjöld
• Félagar fá sent bréf og greiðsluseðil eftir helgi. Kynnt tillaga að bréfi til félaga

6. Viðurkenningarskjöl vegna Verndum þau
• Andri er að vinna í þessu

7. Bæklingur
• Andri ætlar að taka saman allar breytingar sem hafa komið inn vegna textans sem á að vera í þessum bækling. Stefnt að bæklingurinn verði tilbúinn fyrir málþingið

8. Önnur mál
• Næsti fundur 16. október kl. 12:00 í Perlunni

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 10.43
Héðinn ritari