KÆRU FÉLAGAR

Fyrsti fundur stjórnar Félags Fagfólks í Frítímaþjónustu eftir sumarfrí var haldinn þann 23. ágúst. Á fundinum var farið yfir starfsáætlun vetrarins 2007-2008 og önnur verkefni sem eru í gangi frá síðastliðnum vetri, s.s námskeiðin Verndum Þau. Það var ákveðið að halda áfram með hádegisverðafundi í vetur enda góður vettvangur fyrir félagsmenn að stinga saman nefjum og hlýða á áhugaverð erindi yfir léttum málsverði. Heimasíða félagsins var einnig til umræðu, og hvernig við getum bætt hana. Við viljum því hvetja félagsmenn til þess að senda inn efni og koma með ábendingar um áhugaverðar heimasíður til þess að vísa í frá okkar síðu. Stjórn félagsins hlakkar til samstarfsins í vetur og vonandi sjáumst við sem flest á hádegisverðarfundunum sem auglýstir verða síðar!

Fyrir hönd stjórnar,
Margrét Sigurðardóttir