Fundagerð stjórnar 7. janúar 2007

FFF fundur sunnudaginn 14.janúar kl. 11.00-.13.00 heima hjá Trausta.

Mættir: Trausti, Héðinn, Nilla, Margrét og Steingerður.

  

1.mál               “Verndum Þau”.

Það sem er framundan:

Mánudaginn 22.janúar frá kl. 17.30-20.30. ÍTR – Frístundaheimilin. Margrét og Ólöf Ásta.

Miðvikudaginn 24.janúar frá kl. 9-12. ÍTR – Frístundaheimili. Héðinn og Þorbjörg.

Fimmtudaginn 1.febrúar frá kl. 17-20.00. ÍTR – Félagsmiðstöðvar. Nilla og Ólöf Ásta.

Mánudaginn 26.febrúar frá kl. 17-19.30. ÍTK – Félagsmiðstöðvar. Magga og Þorbjörg.

Það þarf að taka saman fjölda námskeiða og fjölda þátttakendur – Nilla (Magga).

Viðurkenningarskjöl – Nilla

Eins kom fram að skráningarblöð og önnur upplýsingarit voru ekki með nafni félagsins á. Né voru þátttakendur vissir um hvað FFF væri í raun að gera á námskeiði sem þessu. Upplýsingar sem fara til tengiliða þurfa að vera enn og frekar greinilegri og ítreka þarf við þá aðila að FFF sjái um þessi námskeið. 

2.mál               Heimasíðumál

Hafa samband við Árna Guðmundsson og Maríu Björk vegna ritstarfa á heimasíðu félagsins. – Trausti

Stjórnin ætlar að taka að sér að skrifa greinar á heimasíðuna.

Steingerður      14.janúar

Nilla                21.janúar

Héðinn                        28.janúar

Trausti                        4.febrúar

Magga             11.febrúar

Það þarf að athuga málin með póstlista félagsins á heimasíðunni og kynna sér hvernig hann virkar og þar fram eftir götunum. 

3.mál               Kynning á FFF

Fimmtudaginn 18.janúar er starfsdagur SamFés og ætlar Steingerður að kynna FFF á þeim degi.  Við þurfum að minna fólk á okkur, að skrá sig í félagið og að borga félagsgjöldin.

Eins er stefnan tekin að fá að kynna FFF á Aðalfundi Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi í vor. Tala þarf við Hafstein Snæland framkvæmdastjóra.  – Nilla

Margrét Blöndal útvarpskona á RÁS 2 hefur óskað eftir viðtali við formann um samstarfið félagsins og Menntamálaráðuneytisins. Viðtalið er mánudaginn 15.janúar kl. 11.00 í þættinum “Samfélagið í nærmynd”.

 

4.mál               Starfsdagur stjórnar

 

Stefnt er að því að hafa starfsdag stjórnar félagsins laugardaginn 20.janúar frá kl. 11.00-18.00. Drög að dagskrá líta svo út:

Aðalfundur

Vöntun á félögum

Fjáröflun á heimasíðunni

Hádegisverðarfundir

Markmið 2007

Erlent samstarf

Þýðingar á kynningarbréfum

 

 

Ritari

Nilla L. Einarsdóttir