ÁVARP STJÓRNAR

Félag fagfólks í frítímaþjónustu (FFF)  var stofnað 28. maí árið 2005. Um markmið félagsins er hægt að lesa í lögum þess. Stjórn félags fagfólks í frítímaþjónustu er skipuð fólki með langa reynslu af frítímastarfí á vegum sveitarfélaga og starfa stjórnarmeðlimir í Kópavogi, Seltjarnarnesi og í Reykjavík. Stjórn félagsins tekur við ábendingum og fyrirspurnum um félagið. Félagsmenn um þessar mundir eru 35 talsins. Markmið stjórnarinnar fyrir næsta starfsár eru:

Að félagsmönnum fjölgi í að minnsta kosti 70. Að setja okkur í samband og samvinnu við sambærileg fagfélög á Norðurlöndum. Að halda samstarfsfund í haust með stjórn FÍÆT, SAMFÉS. Að FFF fari út á landsbyggðina og kynni félagið fyrir bæjarstjórnum og starfsfólki í frítímaþjónustu viðkomandi staða.

Stjórn félagsins vinnur starfsáætlun í sem er í samhljómi við markmið félagsins sem fram koma í lögum þess.

Allar nánari upplýsingar veitir stjórnin fúslega í gegnum netfangið[email protected]

f.h Félags fagfólks í frítímaþjónustu
Steingerður Kristjánsdóttir
Héðinn Sveinbjörnsson
Margrét Sigurðardóttir
Nilsína Larsen Einarsdóttir
Trausti Jónsson