Fundur stjórnar 28. september 2005

4. fundur haldinn á Fríkirkjuvegi 11 þann 28. september 2005

Mættir: Margrét, Steingerður og Trausti.  Héðinn og Sóley upptekin.

 

 • Tekið fyrir eftirfarandi erindi frá Maríu Björk Ingvadóttur:

Blessaður formaður góður !

Við vorum að ljúka stjórnarfundi í Samfés þar sem ég tók upp málefnið : Hvernig eru skipurit um félagsmiðstöðvar á Íslandi , hvar er starfsfólki þeirra raðað í launaflokka ?  Hversvegna er ekki til starfsmat hjá Samtökum sveitarfélaga um nema Frístundaleiðbeinanda 1  og frístundaleiðbeinanda 3 ?  Hvernig menntun og reynslu hefur  obbinn af starfsmönnum félagsmiðstöðva á landinu ?

Í framhaldi af þessum umræðum var ég hvött til að koma þeim áleiðis til þín vegna fyrsta fundar hjá fagfélaginu.

Mér datt í hug hvort ekki ætti að safna saman upplýsingum um þetta hjá Sveitarfélögum og þá væri gott að ræða hver gerir hvað , svo allir séu ekki að vaða í þetta. Þá á ég við FFF og/eða Samfés.

Viltu skoða málið og heyra svo í mér.

Kær kveðja

María Björk

– Ákveðið að svara erindinu með eftirfarandi hætti:

Sæl María.

Eftir umfjöllun um erindi þitt á stjórnarfundi er niðurstaðan sú að Félag fagfólks í frítímaþjónustu er ekki skilgreint sem stéttarfélag, hvað sem síðar verður.

Því er að tillaga stjórnar að þetta mál fari til viðkomandi stéttarfélags til umfjöllunar og upplagt fyrir landssamtök á borð við Samfés að skoða þetta mál.

kær kveðja

f.h. stjórnar FFF

Steingerður Kristjánsdóttir

 

 • Ákveðið að skipta í 5 hópa sem fjalla um eftirfarandi:
 1. Að leggja áherslu á mikilvægi frítímaþjónustu sveitarfélaganna fyrir börn, unglinga og ungt fólk – Að leggja áherslu á mikilvægi sérþekkingar fagfólks í frítímaþjónustu.
 2. Að efla fagvitund og samheldni fagfólks í frítímaþjónustu með því að skapa félögum vettvang til umræðna og skoðanaskipta- Að vera leiðandi í faglegri umræðu og stjórnvöldum til ráðgjafar um frítímaþjónustu.
 3. Að efla samstarf við önnur félög sem starfa með börnum, unglingum og ungu fólki í frítímanum, innan lands sem utan.
 4. Að hvetja til aukinna rannsókna og eflingar menntunar á sviði frítímaþjónustu
 5. Heimasíða FFF – Tillögur að ritstjórn, uppbygging, innihald, ……………
 • Ákveðið að kjósa um tvö lén á fundinum  www.fff.is og www.fagfelag.is
 • Steingerður tók að sér að senda fréttatilkynningu í fjölmiðla
 • Trausti tók að sér að senda aftur út áminningu um fundinn
 • Margrét tók að sér að heyra í Héðni um myndavél, skjávarpa, flettitöflu, túss og kennaratyggjó.  Hvort hægt sé að hella upp á kaffi
 • Steingerður tekur með sér fartölvu
 • Ákveðið að bjóða upp á kaffi og kleinur og láta standa samskautabauk fyrir kaffinu
 • Sóley er beðin um að koma með breytingarnar sem hún ætlaði að gera á vinnuplagginu ( demantinum) á næsta fund
 • Steingerður tók að sér að setja siðareglurnar í umfjöllun hjá siðfræðingi sem kom með athugasemdir um þær( verður ekki tekið fyrir á fundinum)
 • Steingerður ljósritar umsóknareyðublöð til að hafa fyrir fundinn.

Fundi slitið kl. 17.15